Hjólaleið um Suðurland til að efla hjólaferðamennsku Svavar Hávarðsson skrifar 18. febrúar 2014 08:43 Mikil tækifæri eru fyrir minni staði til að byggja upp þjónustu í kringum hjólaferðamennsku. Mynd/Gísli Rafn „Þessu fylgja hellings tækifæri, ekki síst fyrir fólkið í landinu, okkur, bæði atvinnutækifæri og til þess að auka lífsgæði á fámennari stöðum hér á landi, bæði með aukinni þjónustu á hverjum stað og tækifærum til að ferðast,“ segir Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá verkfræðistofunni EFLU, en þau Gísli Rafn Guðmundsson, nemi í borgarhönnun við Háskólann í Lundi, hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefni sitt Hjólaleiðir á Íslandi á dögunum. Verkefnið var unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu. Verkefnið fjallar um að velja ákjósanlegustu hjólaleiðir á Íslandi með áherslu á eina stofnleið, sem ætlað er að koma inn á kort EuroVelo-verkefnisins sem Evrópsku hjólreiðasamtökin (ECF) sjá um. Ferðamálastofa hefur þegar fóstrað verkefnið og sótt um aðgang að EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og er ætlað að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku. Á korti EuroVelo eru í dag 14 leiðir, sem eru samtals um 45 þúsund kílómetra langar. Eva Dís útskýrir að hjólaferðamennska velti miklum fjármunum í Evrópu, enda hjólaferðamenn oft með háar eða meðaltekjur. Vistspor hjólandi ferðamanna er einnig mun minna en annarra ferðamanna og væri því fjölgun þessa hóps í samræmi við opinbera stefnumörkun hér á landi um vistvænar samgöngur og sjálfbæra ferðamennsku. „Leiðin sem við völdum er suðurleiðin frá Keflavík, um Suðurstrandarveg, til Seyðisfjarðar. Hún var valin umfram leiðina norður fyrir þar sem hún uppfyllir betur kröfur EuroVelo. Suðurleiðin er auðveld öllum sem vilja hjóla, sem forsenda skráningar. Má nefna, til viðbótar við að ekki má vera mikil hækkun á leiðinni, að helst þarf að vera bundið slitlag og umferðin má ekki vera nema að ákveðnu marki,“ segir Eva Dís. Skráning hjólaleiðar hér á landi er ekki óraunhæf hugmynd. Því fylgir ekki teljandi kostnaður, eða annar kostnaður nema ef væri merkingar á leiðinni þegar fram í sækir. Þá eru langir kaflar sem uppfylla þegar allar kröfur, þó einnig séu kaflar þar sem úrbóta er þörf. Eva Dís nefnir dæmi um þróun lítilla samfélaga í Evrópu eftir að hjólaleið EuroVelo var merkt á svæðinu; jafnvel hafi risið gisti- og veitingaþjónusta í bæjum sem höfðu ekkert slíkt fram til þess tíma.Leiðanetið verður 70.000 kílómetrar EuroVelo var komið á fót af Evrópska hjólreiðasambandinu til að þróa net hjólaleiða af ákveðnum gæðastaðli sem tengir saman öll lönd innan Evrópu. Þegar verkefninu verður lokið í kringum árið 2020 er áætlað að lengd hjólaleiðanna verði um 70.000 kílómetrar. Leiðir innan EuroVelo hafa eftirfarandi að leiðarljósi: Byggja á upprunalegum eða framtíðarinnviðum í viðkomandi löndum. Tvö lönd þurfa að tengjast, hið minnsta. Einfaldleiki í miðlun, þekkt á alþjóðavísu og að hver leið hafi eigið nafn. Framkvæmdaáætlun til staðar (verkefnaáætlun, viðskiptaáætlun, samstarfsaðilar). Merkt með umferðarskiltum með jöfnu millibili og í báðar áttir í samræmi við reglur um merkingar á viðkomandi svæði. Leiðir eru birtar á upplýsingakorti EuroVelo.Heimild: Hjólaleiðir á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Þessu fylgja hellings tækifæri, ekki síst fyrir fólkið í landinu, okkur, bæði atvinnutækifæri og til þess að auka lífsgæði á fámennari stöðum hér á landi, bæði með aukinni þjónustu á hverjum stað og tækifærum til að ferðast,“ segir Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá verkfræðistofunni EFLU, en þau Gísli Rafn Guðmundsson, nemi í borgarhönnun við Háskólann í Lundi, hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefni sitt Hjólaleiðir á Íslandi á dögunum. Verkefnið var unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu. Verkefnið fjallar um að velja ákjósanlegustu hjólaleiðir á Íslandi með áherslu á eina stofnleið, sem ætlað er að koma inn á kort EuroVelo-verkefnisins sem Evrópsku hjólreiðasamtökin (ECF) sjá um. Ferðamálastofa hefur þegar fóstrað verkefnið og sótt um aðgang að EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og er ætlað að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku. Á korti EuroVelo eru í dag 14 leiðir, sem eru samtals um 45 þúsund kílómetra langar. Eva Dís útskýrir að hjólaferðamennska velti miklum fjármunum í Evrópu, enda hjólaferðamenn oft með háar eða meðaltekjur. Vistspor hjólandi ferðamanna er einnig mun minna en annarra ferðamanna og væri því fjölgun þessa hóps í samræmi við opinbera stefnumörkun hér á landi um vistvænar samgöngur og sjálfbæra ferðamennsku. „Leiðin sem við völdum er suðurleiðin frá Keflavík, um Suðurstrandarveg, til Seyðisfjarðar. Hún var valin umfram leiðina norður fyrir þar sem hún uppfyllir betur kröfur EuroVelo. Suðurleiðin er auðveld öllum sem vilja hjóla, sem forsenda skráningar. Má nefna, til viðbótar við að ekki má vera mikil hækkun á leiðinni, að helst þarf að vera bundið slitlag og umferðin má ekki vera nema að ákveðnu marki,“ segir Eva Dís. Skráning hjólaleiðar hér á landi er ekki óraunhæf hugmynd. Því fylgir ekki teljandi kostnaður, eða annar kostnaður nema ef væri merkingar á leiðinni þegar fram í sækir. Þá eru langir kaflar sem uppfylla þegar allar kröfur, þó einnig séu kaflar þar sem úrbóta er þörf. Eva Dís nefnir dæmi um þróun lítilla samfélaga í Evrópu eftir að hjólaleið EuroVelo var merkt á svæðinu; jafnvel hafi risið gisti- og veitingaþjónusta í bæjum sem höfðu ekkert slíkt fram til þess tíma.Leiðanetið verður 70.000 kílómetrar EuroVelo var komið á fót af Evrópska hjólreiðasambandinu til að þróa net hjólaleiða af ákveðnum gæðastaðli sem tengir saman öll lönd innan Evrópu. Þegar verkefninu verður lokið í kringum árið 2020 er áætlað að lengd hjólaleiðanna verði um 70.000 kílómetrar. Leiðir innan EuroVelo hafa eftirfarandi að leiðarljósi: Byggja á upprunalegum eða framtíðarinnviðum í viðkomandi löndum. Tvö lönd þurfa að tengjast, hið minnsta. Einfaldleiki í miðlun, þekkt á alþjóðavísu og að hver leið hafi eigið nafn. Framkvæmdaáætlun til staðar (verkefnaáætlun, viðskiptaáætlun, samstarfsaðilar). Merkt með umferðarskiltum með jöfnu millibili og í báðar áttir í samræmi við reglur um merkingar á viðkomandi svæði. Leiðir eru birtar á upplýsingakorti EuroVelo.Heimild: Hjólaleiðir á Íslandi
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent