Innlent

Gerð nýrra Norðfjarðarganga gengur vel

Samúel Karl Ólason skrifar
Norðfjörður á Austurlandi.
Norðfjörður á Austurlandi. Vísir/Pjetur

Nýju Norðfjarðargöngin urðu lengri en Oddskarðsgöng í gær. Gömlu göngin eru 640 metra löng og í gær náðist sá áfangi að sprengja 643 metra í hinum nýju göngum. Frá þessu er sagt á vef Austurfrétta.

Oddskarðsgöngin, sem eru einbreið, voru grafin á fjórum árum en það hefur tekið rösklega fjóra mánuði að sprengja tvíbreið göng sem eru jafnlöng hinum. Búið er að bora um 8,5 prósent af nýju göngunum sem verða rúmir 7,5 kílómetrar að lengd.

Áætlaður verktími ganganna er fjögur ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.