Enski boltinn

Skoskur nuddari veitti leikmönnum Chelsea innblástur | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Hann öskraði svo mikið á sinni skosku að ég skildi ekki orð af því sem hann sagði,“ sagði glaðbeittur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, eftir sigur sinna manna á Manchester City í gær.

„Ég talaði ekki við strákana fyrir leik. Billy [McCulloch] nuddari gerði það,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi eftir leik í gær en ummæli hans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

„Mér er alvara. Ég skildi ekkert en leikmennirnir klöppuðu þannig að þeir voru klárir í slaginn,“ bætti hann við.

Þrumuræða nuddarans hefur greinilega virkað því Chelsea vann 1-0 útisigur á City í gær.


Tengdar fréttir

Chelsea hafði betur í stórslagnum á Etihad

Manchester City hafði skorað í 61 leik í röð þegar lærisveinar Jose Mourinho í Chelsea mættu í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eins og svo oft áður höfðu liðsmenn Portúgalans betur í stórleiknum, nú 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×