Um hvað er kosið í Egyptalandi? Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. janúar 2014 11:00 Maður greiðir atkvæði í Kaíró í morgun. Nordicphotos/AFP Meira en 52 milljónir íbúa Egyptalands hafa kosningarétt í landinu og geta í dag og á morgun greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem bráðabirgðastjórn landsins hefur látið semja. Allar líkur eru til þess að stjórnarskráin verði samþykkt, og styrkist þá til muna staða bráðabirgðastjórnarinnar, sem her landsins kom til valda síðastliðið sumar eftir að hafa steypt af stóli lýðræðislega kjörnum forseta, Mohammed Morsi. Morsi situr enn í fangelsi og á yfir höfði sér fangelsisdóma. Hér að neðan er gerð grein fyrir nokkrum helstu breytingunum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskrá landsins og bornar eru undir atkvæði landsmanna.Borgaraleg stjórnÍ nýju stjórnarskránni er talað um að stjórn landsins verði „borgaraleg“. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sumum strangtrúarmönnum, enda vilja þeir skilja orðið sem svo að það sé samheiti fyrir „veraldlega stjórn“, þar sem trúin gegnir engu hlutverki.HervaldHerinn skipar varnarmálaráðherra ríkisstjórnarinnar næstu tvö kjörtímabil. Þá verða fjárreiður hersins áfram á hans vegum, án neins eftirlits af hálfu stjórnvalda. Og áfram verður hægt að draga almenna borgara fyrir herdómstól, en eingöngu fyrir beinar árásir á hermenn eða hernaðarmannvirki.Íslömsk lögÍ stjórnarskránni er engu að síður tekið fram að meginreglur íslamskra laga verði áfram grundvöllur allrar löggjafar í landinu. Sambærilegt ákvæði hefur verið í fyrri stjórnarskrám landsins, en í stjórnarskrá Morsis, sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili, var þetta ákvæði mun ítarlegra. Þá verður það í höndum hæstaréttar, en ekki æðstu klerka landsins, að skera úr um hvort landslög standist meginreglur íslamskra laga.StjórnmálaflokkarBannað verður að stofna stjórnmálaflokka, sem starfa á grundvelli trúarbragða. Þetta ákvæði kemur sér illa fyrir samtök á borð við Bræðralag múslima, sem starfrækt hefur Frelsis- og réttlætisflokkinn, flokk Mohammeds Morsis fyrrverandi forseta.TrúfrelsiTrúfrelsi verður „algert“ í Egyptalandi samkvæmt nýju stjórnarskránni, en í stjórnarskránni frá síðasta kjörtímabili var talað um að trúfrelsi „njóti verndar“, auk þess sem trúfrelsið náði eingöngu til íslams, kristni og gyðingdóms.KvenréttindiÍ nýju stjórnarskránni er ríkinu gert skylt að vernda konur gegn hvers kyns ofbeldi. Einnig ber ríkinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að fulltrúar kvenna verði nægilega margir í helstu valdastofnunum landsins, þar á meðal á löggjafarþingi og hjá dómstólum. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Meira en 52 milljónir íbúa Egyptalands hafa kosningarétt í landinu og geta í dag og á morgun greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem bráðabirgðastjórn landsins hefur látið semja. Allar líkur eru til þess að stjórnarskráin verði samþykkt, og styrkist þá til muna staða bráðabirgðastjórnarinnar, sem her landsins kom til valda síðastliðið sumar eftir að hafa steypt af stóli lýðræðislega kjörnum forseta, Mohammed Morsi. Morsi situr enn í fangelsi og á yfir höfði sér fangelsisdóma. Hér að neðan er gerð grein fyrir nokkrum helstu breytingunum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskrá landsins og bornar eru undir atkvæði landsmanna.Borgaraleg stjórnÍ nýju stjórnarskránni er talað um að stjórn landsins verði „borgaraleg“. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sumum strangtrúarmönnum, enda vilja þeir skilja orðið sem svo að það sé samheiti fyrir „veraldlega stjórn“, þar sem trúin gegnir engu hlutverki.HervaldHerinn skipar varnarmálaráðherra ríkisstjórnarinnar næstu tvö kjörtímabil. Þá verða fjárreiður hersins áfram á hans vegum, án neins eftirlits af hálfu stjórnvalda. Og áfram verður hægt að draga almenna borgara fyrir herdómstól, en eingöngu fyrir beinar árásir á hermenn eða hernaðarmannvirki.Íslömsk lögÍ stjórnarskránni er engu að síður tekið fram að meginreglur íslamskra laga verði áfram grundvöllur allrar löggjafar í landinu. Sambærilegt ákvæði hefur verið í fyrri stjórnarskrám landsins, en í stjórnarskrá Morsis, sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili, var þetta ákvæði mun ítarlegra. Þá verður það í höndum hæstaréttar, en ekki æðstu klerka landsins, að skera úr um hvort landslög standist meginreglur íslamskra laga.StjórnmálaflokkarBannað verður að stofna stjórnmálaflokka, sem starfa á grundvelli trúarbragða. Þetta ákvæði kemur sér illa fyrir samtök á borð við Bræðralag múslima, sem starfrækt hefur Frelsis- og réttlætisflokkinn, flokk Mohammeds Morsis fyrrverandi forseta.TrúfrelsiTrúfrelsi verður „algert“ í Egyptalandi samkvæmt nýju stjórnarskránni, en í stjórnarskránni frá síðasta kjörtímabili var talað um að trúfrelsi „njóti verndar“, auk þess sem trúfrelsið náði eingöngu til íslams, kristni og gyðingdóms.KvenréttindiÍ nýju stjórnarskránni er ríkinu gert skylt að vernda konur gegn hvers kyns ofbeldi. Einnig ber ríkinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að fulltrúar kvenna verði nægilega margir í helstu valdastofnunum landsins, þar á meðal á löggjafarþingi og hjá dómstólum.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira