Fótbolti

Di Maria kemur ekki til PSG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Di Maria fagnar í leik með Real Madrid.
Di Maria fagnar í leik með Real Madrid. Nordic Photos / Getty
Laurent Blanc, stjóri PSG í Frakklandi, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að félagið ætli sér að kaupa Angel Di Maria frá Real Madrid í mánuðinum.

„Allir góðir leikmenn eru velkonir til PSG,“ sagði Blanc. „En við erum að tala um leikmann sem er hjá Real Madrid, einu besta félagi Evrópu.“

Di Maria og félagar í Real Madrid mæta PSG í vináttuleik í Dóha í dag og segist Blanc hlakka til að sjá hann spila þar.

„Ég er spenntur fyrir því að sjá hann spila eins og alla aðra leikmenn Real Madrid. En það er ekki á dagskránni að kaupa hann.“

Di Maria hefur einnig verið sterklega orðaður við Monaco, annað franskt lið, en Argentínumaðurinn hefur verið ellefu sinnum í byrjunarliði Real Madrid á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×