Fótbolti

Ég er ánægður hjá Dortmund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Reus í leik með Dortmund.
Reus í leik með Dortmund. Nordic Photos / Getty
Marco Reus ætlar að vera um kyrrt hjá Dortmund þrátt fyrir orðróm um að Manchester United hafi áhuga á kappanum.

Reus hefur slegið í gegn hjá Dortmund og stefnir að því að vera í sem bestu formi fyrir HM í Brasilíu næsta sumar.

„Ég er með samning hjá Dortmund og ánægður hér. Ég er ekki að hugsa um möguleg félagaskipti og einbeiti mér að því sem er að gerast hjá Dortmund,“ sagði Reus í samtali við þýska blaðið Bild.

Dortmund á varla raunhæfa möguleika úr þessu að ná Bayern München að stigum í þýsku úrvalsdeildinni en Reus segir að liðið hafi áður sýnt að það er til alls líklegt í Meistaradeildinni.

„Í fyrra hélt enginn að við ættum möguleika á að komast í úrslitaleikinn en okkur tókst það. Hver veit hvað við náum að gera í ár,“ sagði Reus sem stefnir líka hátt í sumar.

„Við viljum fá heimsmeistarabikarinn aftur til Þýskalands og það verður markmið okkar strax frá fyrsta leik. Við munum leggja allt í sölurnar fyrir þessa mögnuðu keppni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×