Hirtu lag af Wham! og jólasvein frá Finna Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. desember 2014 08:00 Egill Einarsson hefur vakið mikla athygli fyrir lagið Musclebells. Vísir/GVA Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillz og DJ Muscleboy, sendi frá sér myndband við jólalagið Musclebells fyrir skemmstu á Youtube. Egill og framleiðendur myndbandsins þurftu að fjarlægja það af vefnum fljótlega, vegna ásakanna um stuld á myndskeiði sem þar var notað. „Það var ein nokkurra sekúndna löng, sex ára gömul jólasveinaklippa sem einhver gaur frá Finnlandi á, sem við þurftum að taka út. Þessi finnski gaur hringdi í mig alveg brjálaður,“ segir Ingi Þór Bauer, framleiðandi myndbandsins hjá fyrirtækinu Ice Cold.Piltarnir segja lögfræðinga sína hafa sótt um leyfi fyrir laginu.MYND/HAGIngi Þór segist hafa fundið klippuna á Youtube. Í henni er að finna feitan jólasvein en í laginu syngur Egill meðal annars um feitan jólasvein. „Leyfið á myndbandinu sagði til um að það væri opið almenningi. Það kom svo í ljós að það var einhver annar maður búinn að setja inn klippuna á Youtube, þannig að ég tók þetta af öðrum gaur en þessum finnska og sá hafði því í raun stolið klippunni.“ Hann og Egill hlógu þó að símtalinu. „Mér finnst bara fyndið að gaur í Finnlandi hafi fundið þetta video.“Ingi Þór Bauer, framleiðandi myndbandsins hjá fyrirtækinu Ice Cold.Mynd/AðsendÞað er þó ekki bara myndbandið sem hefur vakið umtal á netinu því Egill og StopWaitGo hafa ekki enn fengið leyfi fyrir því að nota lagið Last Christmas með hljómsveitinni Wham! í jólalaginu sínu. „Lögfræðingarnir okkar eru búnir að senda beiðni til Warner/Chapell og við erum að bíða eftir því að fá svar,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson hjá StopWaitGo, aðspurður. Hann segir að auðvitað sé best að fá leyfi fyrirfram. Hugmyndin um að nota þetta lag kviknaði svo skömmu fyrir jólin að ákveðið var að kýla strax á útgáfuna. Pálmi segir jafnframt að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því að þeir græði krónu á þessari útgáfu, að þetta sé bara gert í gamni.Daddi Guðbergsson áhugamaður um hugverkarréttindi.Mynd/aðsendDaddi Guðbergsson áhugamaður um hugverkarréttindi, segir að Egill og StopWaitGo hefðu átt að tryggja sér öll leyfi áður en lagið og myndbandið fóru í loftið. „Leyfi fyrir bæði notkun myndbrota í myndböndum og notkun laga og texta, er í dag í langflestum tilfellum auðsótt og getur í sumum tilfellinum tekið aðeins part úr degi. Vandamálin verða til þegar nýtt hugverk fer í dreifingu án tilskilinna leyfa rétthafa. Ef erlendir tónlistarforleggjarar væru í aðstöðu til að fylgjast með málum hérlendis yrði dreifing á þessu umsvifalaust stöðvuð, líkt og ýmis önnur hrópleg misnotkun sem tröllríður ljósvakanum og netinu í kringum jólin ár hvert,“ segir Daddi spurður út í hans álit. Hann segir rót vandans einfalda. „Stærsta vandamálið er að ungt fólk sem hefur stolið afþreyingu á netinu elst upp við það og fer að vinna við til dæmis framleiðslu. Það tekur þetta brotna siðferði með sér og hugar ekki að því, þegar það fer að framleiða hugverk í viðskiptalegum tilgangi, að sækja um tilskilin leyfi eða virða lögbundin réttindi hugverkaeigenda,“ útskýrir Daddi. Nýju útgáfu myndbandsins, sem er án finnska jólasveinsins, má finna hér að neðan. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillz og DJ Muscleboy, sendi frá sér myndband við jólalagið Musclebells fyrir skemmstu á Youtube. Egill og framleiðendur myndbandsins þurftu að fjarlægja það af vefnum fljótlega, vegna ásakanna um stuld á myndskeiði sem þar var notað. „Það var ein nokkurra sekúndna löng, sex ára gömul jólasveinaklippa sem einhver gaur frá Finnlandi á, sem við þurftum að taka út. Þessi finnski gaur hringdi í mig alveg brjálaður,“ segir Ingi Þór Bauer, framleiðandi myndbandsins hjá fyrirtækinu Ice Cold.Piltarnir segja lögfræðinga sína hafa sótt um leyfi fyrir laginu.MYND/HAGIngi Þór segist hafa fundið klippuna á Youtube. Í henni er að finna feitan jólasvein en í laginu syngur Egill meðal annars um feitan jólasvein. „Leyfið á myndbandinu sagði til um að það væri opið almenningi. Það kom svo í ljós að það var einhver annar maður búinn að setja inn klippuna á Youtube, þannig að ég tók þetta af öðrum gaur en þessum finnska og sá hafði því í raun stolið klippunni.“ Hann og Egill hlógu þó að símtalinu. „Mér finnst bara fyndið að gaur í Finnlandi hafi fundið þetta video.“Ingi Þór Bauer, framleiðandi myndbandsins hjá fyrirtækinu Ice Cold.Mynd/AðsendÞað er þó ekki bara myndbandið sem hefur vakið umtal á netinu því Egill og StopWaitGo hafa ekki enn fengið leyfi fyrir því að nota lagið Last Christmas með hljómsveitinni Wham! í jólalaginu sínu. „Lögfræðingarnir okkar eru búnir að senda beiðni til Warner/Chapell og við erum að bíða eftir því að fá svar,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson hjá StopWaitGo, aðspurður. Hann segir að auðvitað sé best að fá leyfi fyrirfram. Hugmyndin um að nota þetta lag kviknaði svo skömmu fyrir jólin að ákveðið var að kýla strax á útgáfuna. Pálmi segir jafnframt að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því að þeir græði krónu á þessari útgáfu, að þetta sé bara gert í gamni.Daddi Guðbergsson áhugamaður um hugverkarréttindi.Mynd/aðsendDaddi Guðbergsson áhugamaður um hugverkarréttindi, segir að Egill og StopWaitGo hefðu átt að tryggja sér öll leyfi áður en lagið og myndbandið fóru í loftið. „Leyfi fyrir bæði notkun myndbrota í myndböndum og notkun laga og texta, er í dag í langflestum tilfellum auðsótt og getur í sumum tilfellinum tekið aðeins part úr degi. Vandamálin verða til þegar nýtt hugverk fer í dreifingu án tilskilinna leyfa rétthafa. Ef erlendir tónlistarforleggjarar væru í aðstöðu til að fylgjast með málum hérlendis yrði dreifing á þessu umsvifalaust stöðvuð, líkt og ýmis önnur hrópleg misnotkun sem tröllríður ljósvakanum og netinu í kringum jólin ár hvert,“ segir Daddi spurður út í hans álit. Hann segir rót vandans einfalda. „Stærsta vandamálið er að ungt fólk sem hefur stolið afþreyingu á netinu elst upp við það og fer að vinna við til dæmis framleiðslu. Það tekur þetta brotna siðferði með sér og hugar ekki að því, þegar það fer að framleiða hugverk í viðskiptalegum tilgangi, að sækja um tilskilin leyfi eða virða lögbundin réttindi hugverkaeigenda,“ útskýrir Daddi. Nýju útgáfu myndbandsins, sem er án finnska jólasveinsins, má finna hér að neðan.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira