Spánverjar og Þjóðverjar sýna Brynhildi áhuga Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2014 20:00 Reffileg Brynhildur. mynd/eva rut hjaltadóttir „Tilfinningin er vægast sagt góð. Eftir langt og strangt ferli tókst þetta loks á endanum. Ég er mjög ánægð með útkomuna, allt frá tónlistinni, mixi, masteringu og útlitinu á disknum,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar Beebee and the Bluebirds. Sveitin fagnar nú útkomu sinnar fyrstu plötu sem ber nafnið Burning Heat. Brynhildur gefur plötuna út í eigin nafni, sem hún segir æ algengara meðal íslenskra tónlistarmanna. „Þessa dagana eru margir allt í öllu og sumir tónlistarmenn spila jafnvel inn öll hljóðfæri, mixa og mastera og gefa út sjálfir. Sjálf hef ég her góðra manna og kvenna með mér en plötuna gef ég út sjálf. Við tókum upp nokkur lög haustið 2012, héldum áfram 2013 og settum loks punktinn yfir i-ið í sumar svo þetta hefur tekið okkur um tvö ár.“ Á plötu Beebee and the Bluebirds má finna fjölbreytt lög, eðalpopp með blús- og jazzáhrifum. „Við munum fylgja plötunni eftir á næstunni, kíkja á landsbyggðina og stefnum á að halda erlendis á næsta ári. Tónlistinni okkar hefur verið sýndur mikill áhugi á Spáni og Þýskalandi og það verður gaman að troða upp fyrir erlenda aðdáendur. Næstu tónleikarnir okkar á Íslandi verða nokkrir off-venue tónleikar á Iceland Airwaves, þar á meðal spennandi tónleikar á ION hóteli þann 8. nóvember,“ segir Brynhildur glöð í bragði en myndband við lag Brynhildar er nú í þriðja sæti á vefsíðunni The Independent Music Source. Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Tilfinningin er vægast sagt góð. Eftir langt og strangt ferli tókst þetta loks á endanum. Ég er mjög ánægð með útkomuna, allt frá tónlistinni, mixi, masteringu og útlitinu á disknum,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar Beebee and the Bluebirds. Sveitin fagnar nú útkomu sinnar fyrstu plötu sem ber nafnið Burning Heat. Brynhildur gefur plötuna út í eigin nafni, sem hún segir æ algengara meðal íslenskra tónlistarmanna. „Þessa dagana eru margir allt í öllu og sumir tónlistarmenn spila jafnvel inn öll hljóðfæri, mixa og mastera og gefa út sjálfir. Sjálf hef ég her góðra manna og kvenna með mér en plötuna gef ég út sjálf. Við tókum upp nokkur lög haustið 2012, héldum áfram 2013 og settum loks punktinn yfir i-ið í sumar svo þetta hefur tekið okkur um tvö ár.“ Á plötu Beebee and the Bluebirds má finna fjölbreytt lög, eðalpopp með blús- og jazzáhrifum. „Við munum fylgja plötunni eftir á næstunni, kíkja á landsbyggðina og stefnum á að halda erlendis á næsta ári. Tónlistinni okkar hefur verið sýndur mikill áhugi á Spáni og Þýskalandi og það verður gaman að troða upp fyrir erlenda aðdáendur. Næstu tónleikarnir okkar á Íslandi verða nokkrir off-venue tónleikar á Iceland Airwaves, þar á meðal spennandi tónleikar á ION hóteli þann 8. nóvember,“ segir Brynhildur glöð í bragði en myndband við lag Brynhildar er nú í þriðja sæti á vefsíðunni The Independent Music Source.
Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira