Samningur ESB við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu undirritaður Randver Kári Randversson skrifar 27. júní 2014 18:49 Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, við undirritun samningsins í Brussel í dag. Vísr/AFP Í dag var undirritaður samningur þar sem lagður er grunnurinn að efnahagslegu og pólitísku samstarfi Evrópusambandsins við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. BBC greinir frá þessu. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, fagnaði undirritun samningsins í Brussel í dag, og sagði að um söguleg tímamót væri að ræða og sagði daginn þann mikilvægasta í sögu Úkraínu frá því landið varð sjálfstætt árið 1991. Hann sagði samninginn fela í sér upphaf undirbúnings þess að Úkraína gangi í hóp Evrópusambandsríkja. Rússneskir ráðamenn hafa talað um að samningurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar og sagði Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Hann sagði samninginn fela í sér sársaukufullt inngrip í málefni Úkraínu og aðeins fela í sér gervivalkost fyrir Úkraínumenn. Umræddur samningur var upphaflega kveikjan að því ólguástandi sem ríkt hefur í landinu undanfarna mánuði, en fjöldamótmæli hófust í Úkraínu eftir að Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti landsins, hætti við að undirrita samninginn í nóvember á síðasta ári. Vopnahlé milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins rennur út nú í kvöld og sagði Porosjenko það munu ráðast þegar hann kæmi aftur til Kænugarðs hvort vopnahléið yrði framlengt. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist fylgjandi því að framlenging yrði á vopnahléinu en þó ekki ef aðskilnaðarsinnum er settir afarkostir um að leggja niður vopn. Pútín sagði að vopnahlé til langs tíma væri nauðsynlegt til að leiða friðarviðræður til lykta og stöðva blóðbaðið í suðausturhluta Úkraínu. Georgía Moldóva Úkraína Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Í dag var undirritaður samningur þar sem lagður er grunnurinn að efnahagslegu og pólitísku samstarfi Evrópusambandsins við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. BBC greinir frá þessu. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, fagnaði undirritun samningsins í Brussel í dag, og sagði að um söguleg tímamót væri að ræða og sagði daginn þann mikilvægasta í sögu Úkraínu frá því landið varð sjálfstætt árið 1991. Hann sagði samninginn fela í sér upphaf undirbúnings þess að Úkraína gangi í hóp Evrópusambandsríkja. Rússneskir ráðamenn hafa talað um að samningurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar og sagði Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Hann sagði samninginn fela í sér sársaukufullt inngrip í málefni Úkraínu og aðeins fela í sér gervivalkost fyrir Úkraínumenn. Umræddur samningur var upphaflega kveikjan að því ólguástandi sem ríkt hefur í landinu undanfarna mánuði, en fjöldamótmæli hófust í Úkraínu eftir að Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti landsins, hætti við að undirrita samninginn í nóvember á síðasta ári. Vopnahlé milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins rennur út nú í kvöld og sagði Porosjenko það munu ráðast þegar hann kæmi aftur til Kænugarðs hvort vopnahléið yrði framlengt. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist fylgjandi því að framlenging yrði á vopnahléinu en þó ekki ef aðskilnaðarsinnum er settir afarkostir um að leggja niður vopn. Pútín sagði að vopnahlé til langs tíma væri nauðsynlegt til að leiða friðarviðræður til lykta og stöðva blóðbaðið í suðausturhluta Úkraínu.
Georgía Moldóva Úkraína Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira