Innlent

Kröfur um stærð rýma felldar brott

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Í umhverfis- og auðlindarráðuneytinu hefur verið undirrituð breyting á byggingarreglugerð. Kröfur um stærð rýma í byggingum hafa að stórum hluta verið felldar brott  en í stað þess sett inn markmið, sem veita ákveðið rými við útfærslu hönnunar. Nú verði því hægt að byggja 5- 8% minni, og þar með ódýrari íbúðir.  

Breytingarnar á reglugerðinni lúta meðal annars  að kröfum um stærðir einstakra rýma í íbúðum, lágmarkssvæði fyrir hjólastóla, kröfum um lyftur í fjölbýlishúsum, fjölda gistiherbergja fyrir hreyfihamlaða sem og fjölda íbúða á stúdentagörðum og herbergja á heimavistum, sem skal vera hægt að innrétta fyrir hreyfihamlaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×