Holskefla af sterum bendir til aukinnar almennrar neyslu Þorgils Jónsson skrifar 10. febrúar 2014 10:27 Karlmaður var tekinn í tollinum í fyrra með steraefnin sem hér sjást. Síðustu tvö ár hefur Tollgæslan tekið umtalsvert meira magn en árin áður. Mynd/Tollurinn Gríðarleg aukning hefur orðið síðustu tvö ár á því magni af sterum sem tollgæslan hefur lagt hald á við komuna hingað til lands, miðað við árin undan. Sérstaklega áberandi er stóraukið magn stera í duft- og vökvaformi. Sú staðreynd ásamt því að tollurinn hefur gert upptæk áhöld og ílát til pakkningar þykir tollgæslunni vekja grun um að hér á landi séu aukin umsvif í fullvinnslu steraefna í söluform, til dæmis í ampúlur og töflur. Í nýjum bráðabirgðatölum frá tollgæslunni kemur fram að á síðasta ári hafi verið lagt hald á rúma fimm lítra af sterum í vökvaformi, að frátöldum ampúlum, og tæp 1.700 grömm af steradufti. Árið 2012 tók tollurinn um 1,4 lítra af vökva og rúm níu kíló af steradufti, en árin tvö á undan var samtals lagt hald á um hálft annað kíló af dufti og innan við einn lítra af vökva. Þegar litið er til ampúla hafa yfirleitt verið teknar rúmlega 300 slíkar á ári, að undanskildu árinu 2011 þegar 1.112 ampúlur voru teknar, en í fyrra lagði tollurinn hald á um 61.400 steratöflur sem er miklu meira en árin þrjú á undan, þegar magnið var frá um 35.000 töflum upp í 39.000. Þess má einnig geta að það sem af er þessu ári er þegar búið að stöðva eina stórsendingu þegar hald var lagt á 27.000 töflur sem erlend kona reyndi að koma inn í landið.Út frá þessum tölum má gefa sér að almenn steraneysla hafi aukist hér á landi og undir það tekur Skúli Skúlason, formaður Lyfjanefndar ÍSÍ. „Við ráðum það meðal annars af þessum tölum frá tollinum og eins samtölum sem við höfum átt, meðal annars við lækna sem eru að fá fleiri tilfelli til sín þar sem steranotendur finna fyrir aukaverkunum,“ segir Skúli í samtali við Fréttablaðið. Að hans sögn er baráttan gegn þessari þróun erfið, meðal annars vegna þess að refsingar eru vægar við brotum af þessu tagi, en flestum málum lýkur með dómssátt. Þá takmarkist eftirlit (utan keppnisíþrótta) og forvarnir af fjárskorti og auk þess hefur ekki verið gengið frá því að hleypa nýrri sjálfstæðri lyfjastofnun af stokkunum. „Við erum nú á fjárlögum og höfum fengið 12 milljónir á ári til að sinna eftirliti fyrir íþróttahreyfinguna. Það nægir hins vegar ekki til að keyra af stað nýja stofnun og auka umsvifin, hvort sem er með frekara samstarfi við líkamsræktarstöðvar eða fangelsin, eða þá að auka forvarnarstarf meðal ungmenna.“Sterarnir ekki í forgangiKarl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar á bæ hafi mál tengd notkun og sölu á sterum ekki verið í forgangi hjá þeim. „Forgangsatriðin markast annars vegar af því sem við teljum vera alvarlegustu brotin og hins vegar út frá refsiþyngdinni. Það eru ekki þungar refsingar í þessum steramálum þannig að við höfum fyrst og fremst tekið þau tilvik sem tengjast fíkniefnamálum.“ Tengdar fréttir Telur steraneyslu vera að aukast Á fyrstu tveimur mánuðum ársins lagði Tollgæslan hald á tvöfalt til þrefalt það magn sem fannst á öllu síðasta ári. Yfirtollvörður hefur áhyggjur af aukinni steranotkun. 12. mars 2013 18:49 Steranotkun í undirheimum hefur áhrif á störf lögreglu Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir ljóst að steranotkun hafi breytt framferði manna í undirheimum. Nú síðast í dag var mikið magn stera handlagt af Tollgæslunni. Þar reyndi maður tæplega sjötugan karlmann sem reyndi að komast hátt í 70 þúsund skömmtum af sterum inn í landið. 1. mars 2013 20:20 Tekin með 27 þúsund steratöflur í jólapappír Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fundu nýverið um 27 þúsund steratöflur í farangri konu sem kom til landsins frá Póllandi. 7. febrúar 2014 10:24 Tollgæslan greinir mikla aukningu á innflutningi á sterum Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að embætti hafið orðið vart við töluverða aukningu á innflutningi á sterum hingað til lands síðustu misseri, bæði í vökvaformi sem og í pilluformi. 20. febrúar 2013 15:24 Fullir tússpennar af sterum Tugir tússpenna, sem fylltir höfðu verið með steradufti, reyndust vera í póstsendingu sem tollverðir tóku til skoðunar við tolleftirlit í póstmiðstöðinni á Stórhöfða nýverið. 18. september 2013 09:15 Klyfjaður af sterum og stinningarlyfjum Tollverðir ráku upp stór augu þegar þeir opnuðu töskur ellilífeyrisþega sem kom til landsins frá Taílandi með ekkert í farangrinum annað en stera og stinningarlyf. Var með sjötíu þúsund steraskammta. Yfirtollvörðurinn man ekki eftir öðru eins. 2. mars 2013 08:00 Lögðu hald á lítra af sterum - efnið merkt sem hnetuolía Tollgæslan haldlagði í síðustu viku tæpan lítra af sterum, eða 950 millilítra, sem voru sendir til landsins frá Hong Kong. Þetta kemur fram á vef tollgæslunnar. 20. febrúar 2013 14:45 Steramaður stöðvaður í Leifsstöð Tollgæslan stöðvaði tæplega sjötugan karlmann nýverið í Leifsstöð við komu hans til landsins vegna gruns um að hann væri með ólögleg lyf meðferðis. Sá grunur reyndist á rökum reistur, því maðurinn var með um 70 þúsund skammta af sterum og fleiri ólöglegum lyfjum í farangri sínum. Um var að ræða töflur, ambúlur, lyfjatúbur, svo og sprautunálar. 1. mars 2013 14:22 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur orðið síðustu tvö ár á því magni af sterum sem tollgæslan hefur lagt hald á við komuna hingað til lands, miðað við árin undan. Sérstaklega áberandi er stóraukið magn stera í duft- og vökvaformi. Sú staðreynd ásamt því að tollurinn hefur gert upptæk áhöld og ílát til pakkningar þykir tollgæslunni vekja grun um að hér á landi séu aukin umsvif í fullvinnslu steraefna í söluform, til dæmis í ampúlur og töflur. Í nýjum bráðabirgðatölum frá tollgæslunni kemur fram að á síðasta ári hafi verið lagt hald á rúma fimm lítra af sterum í vökvaformi, að frátöldum ampúlum, og tæp 1.700 grömm af steradufti. Árið 2012 tók tollurinn um 1,4 lítra af vökva og rúm níu kíló af steradufti, en árin tvö á undan var samtals lagt hald á um hálft annað kíló af dufti og innan við einn lítra af vökva. Þegar litið er til ampúla hafa yfirleitt verið teknar rúmlega 300 slíkar á ári, að undanskildu árinu 2011 þegar 1.112 ampúlur voru teknar, en í fyrra lagði tollurinn hald á um 61.400 steratöflur sem er miklu meira en árin þrjú á undan, þegar magnið var frá um 35.000 töflum upp í 39.000. Þess má einnig geta að það sem af er þessu ári er þegar búið að stöðva eina stórsendingu þegar hald var lagt á 27.000 töflur sem erlend kona reyndi að koma inn í landið.Út frá þessum tölum má gefa sér að almenn steraneysla hafi aukist hér á landi og undir það tekur Skúli Skúlason, formaður Lyfjanefndar ÍSÍ. „Við ráðum það meðal annars af þessum tölum frá tollinum og eins samtölum sem við höfum átt, meðal annars við lækna sem eru að fá fleiri tilfelli til sín þar sem steranotendur finna fyrir aukaverkunum,“ segir Skúli í samtali við Fréttablaðið. Að hans sögn er baráttan gegn þessari þróun erfið, meðal annars vegna þess að refsingar eru vægar við brotum af þessu tagi, en flestum málum lýkur með dómssátt. Þá takmarkist eftirlit (utan keppnisíþrótta) og forvarnir af fjárskorti og auk þess hefur ekki verið gengið frá því að hleypa nýrri sjálfstæðri lyfjastofnun af stokkunum. „Við erum nú á fjárlögum og höfum fengið 12 milljónir á ári til að sinna eftirliti fyrir íþróttahreyfinguna. Það nægir hins vegar ekki til að keyra af stað nýja stofnun og auka umsvifin, hvort sem er með frekara samstarfi við líkamsræktarstöðvar eða fangelsin, eða þá að auka forvarnarstarf meðal ungmenna.“Sterarnir ekki í forgangiKarl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar á bæ hafi mál tengd notkun og sölu á sterum ekki verið í forgangi hjá þeim. „Forgangsatriðin markast annars vegar af því sem við teljum vera alvarlegustu brotin og hins vegar út frá refsiþyngdinni. Það eru ekki þungar refsingar í þessum steramálum þannig að við höfum fyrst og fremst tekið þau tilvik sem tengjast fíkniefnamálum.“
Tengdar fréttir Telur steraneyslu vera að aukast Á fyrstu tveimur mánuðum ársins lagði Tollgæslan hald á tvöfalt til þrefalt það magn sem fannst á öllu síðasta ári. Yfirtollvörður hefur áhyggjur af aukinni steranotkun. 12. mars 2013 18:49 Steranotkun í undirheimum hefur áhrif á störf lögreglu Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir ljóst að steranotkun hafi breytt framferði manna í undirheimum. Nú síðast í dag var mikið magn stera handlagt af Tollgæslunni. Þar reyndi maður tæplega sjötugan karlmann sem reyndi að komast hátt í 70 þúsund skömmtum af sterum inn í landið. 1. mars 2013 20:20 Tekin með 27 þúsund steratöflur í jólapappír Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fundu nýverið um 27 þúsund steratöflur í farangri konu sem kom til landsins frá Póllandi. 7. febrúar 2014 10:24 Tollgæslan greinir mikla aukningu á innflutningi á sterum Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að embætti hafið orðið vart við töluverða aukningu á innflutningi á sterum hingað til lands síðustu misseri, bæði í vökvaformi sem og í pilluformi. 20. febrúar 2013 15:24 Fullir tússpennar af sterum Tugir tússpenna, sem fylltir höfðu verið með steradufti, reyndust vera í póstsendingu sem tollverðir tóku til skoðunar við tolleftirlit í póstmiðstöðinni á Stórhöfða nýverið. 18. september 2013 09:15 Klyfjaður af sterum og stinningarlyfjum Tollverðir ráku upp stór augu þegar þeir opnuðu töskur ellilífeyrisþega sem kom til landsins frá Taílandi með ekkert í farangrinum annað en stera og stinningarlyf. Var með sjötíu þúsund steraskammta. Yfirtollvörðurinn man ekki eftir öðru eins. 2. mars 2013 08:00 Lögðu hald á lítra af sterum - efnið merkt sem hnetuolía Tollgæslan haldlagði í síðustu viku tæpan lítra af sterum, eða 950 millilítra, sem voru sendir til landsins frá Hong Kong. Þetta kemur fram á vef tollgæslunnar. 20. febrúar 2013 14:45 Steramaður stöðvaður í Leifsstöð Tollgæslan stöðvaði tæplega sjötugan karlmann nýverið í Leifsstöð við komu hans til landsins vegna gruns um að hann væri með ólögleg lyf meðferðis. Sá grunur reyndist á rökum reistur, því maðurinn var með um 70 þúsund skammta af sterum og fleiri ólöglegum lyfjum í farangri sínum. Um var að ræða töflur, ambúlur, lyfjatúbur, svo og sprautunálar. 1. mars 2013 14:22 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Telur steraneyslu vera að aukast Á fyrstu tveimur mánuðum ársins lagði Tollgæslan hald á tvöfalt til þrefalt það magn sem fannst á öllu síðasta ári. Yfirtollvörður hefur áhyggjur af aukinni steranotkun. 12. mars 2013 18:49
Steranotkun í undirheimum hefur áhrif á störf lögreglu Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir ljóst að steranotkun hafi breytt framferði manna í undirheimum. Nú síðast í dag var mikið magn stera handlagt af Tollgæslunni. Þar reyndi maður tæplega sjötugan karlmann sem reyndi að komast hátt í 70 þúsund skömmtum af sterum inn í landið. 1. mars 2013 20:20
Tekin með 27 þúsund steratöflur í jólapappír Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fundu nýverið um 27 þúsund steratöflur í farangri konu sem kom til landsins frá Póllandi. 7. febrúar 2014 10:24
Tollgæslan greinir mikla aukningu á innflutningi á sterum Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að embætti hafið orðið vart við töluverða aukningu á innflutningi á sterum hingað til lands síðustu misseri, bæði í vökvaformi sem og í pilluformi. 20. febrúar 2013 15:24
Fullir tússpennar af sterum Tugir tússpenna, sem fylltir höfðu verið með steradufti, reyndust vera í póstsendingu sem tollverðir tóku til skoðunar við tolleftirlit í póstmiðstöðinni á Stórhöfða nýverið. 18. september 2013 09:15
Klyfjaður af sterum og stinningarlyfjum Tollverðir ráku upp stór augu þegar þeir opnuðu töskur ellilífeyrisþega sem kom til landsins frá Taílandi með ekkert í farangrinum annað en stera og stinningarlyf. Var með sjötíu þúsund steraskammta. Yfirtollvörðurinn man ekki eftir öðru eins. 2. mars 2013 08:00
Lögðu hald á lítra af sterum - efnið merkt sem hnetuolía Tollgæslan haldlagði í síðustu viku tæpan lítra af sterum, eða 950 millilítra, sem voru sendir til landsins frá Hong Kong. Þetta kemur fram á vef tollgæslunnar. 20. febrúar 2013 14:45
Steramaður stöðvaður í Leifsstöð Tollgæslan stöðvaði tæplega sjötugan karlmann nýverið í Leifsstöð við komu hans til landsins vegna gruns um að hann væri með ólögleg lyf meðferðis. Sá grunur reyndist á rökum reistur, því maðurinn var með um 70 þúsund skammta af sterum og fleiri ólöglegum lyfjum í farangri sínum. Um var að ræða töflur, ambúlur, lyfjatúbur, svo og sprautunálar. 1. mars 2013 14:22