Klyfjaður af sterum og stinningarlyfjum 2. mars 2013 08:00 Lyfin dekkuðu heilt borð eftir að þau höfðu verið tekin upp úr töskunum. Kári Gunnlaugsson og kollegar hans voru forviða á magninu.n Mynd/Tollurin Tollverðir ráku upp stór augu þegar þeir opnuðu töskur ellilífeyrisþega sem kom til landsins frá Taílandi með ekkert í farangrinum annað en stera og stinningarlyf. Var með sjötíu þúsund steraskammta. Yfirtollvörðurinn man ekki eftir öðru eins. „Þetta var alveg með ólíkindum,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður um íslenskan ellilífeyrisþega sem var gripinn í tollinum í Leifsstöð seinni partinn á sunnudag með um sjötíu þúsund skammta af sterum í farangrinum. Kári segist hreinlega ekki muna eftir öðru eins. „Ég held að við höfum aldrei tekið svona mikið í einu áður,“ segir hann um sterasmyglið. Maðurinn, sem er 68 ára – fæddur árið 1945 – var með tvær töskur meðferðis, eina stóreflis ferðatösku og svokallaða flugfreyjutösku sem hann hafði í handfarangri. Í hvorugri töskunni var hins vegar arða af hefðbundnum farangri, heldur voru þær báðar sneisafullar af ólöglegum lyfjum. Efnin voru af ýmsu tagi og á ýmsu formi – töflur, ampúlur, lyfjahylki og auk þess sprautunálar. Maðurinn var að koma alla leið frá Taílandi, þar sem hann dvelur þorrann úr árinu. Hann er hins vegar ekki með lögheimili þar ytra og þarf því ferðast úr landinu reglulega til að fá endurnýjað landvistarleyfi. Þau ferðalög nýtir hann í heimsóknir hingað til lands. Í kjölfar þess að maðurinn var handtekinn á sunnudag gerði lögreglan á Suðurnesjum húsleit á heimili hans hér í borginni og fann þar umtalsvert magn af ólöglegum lyfjum til viðbótar, aðallega stinningarlyfjum. Þá segir auk þess í tilkynningu frá tollinum að maðurinn hafi áður gerst brotlegur við lög. Hann hafi nýlega reynt að smygla til landsins 800 töflum af stinningarlyfinu Kamagra. Einn skammtur af Kamagra mun kosta þrjú til fimm þúsund krónur á svörtum markaði. Það má því ljóst vera að hefði smyglið heppnast hefði maðurinn getað haft vel upp úr sölunni. Það þykir einmitt ljóst að efnin hafi meira og minna verið ætluð til sölu, enda um gríðarmikið magn að ræða, auk þess sem það var orðað svo við blaðamann að það væri ekki beint að sjá á manninum að hann hefði neytt mikilla stera. stigur@frettabladid.is Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tollverðir ráku upp stór augu þegar þeir opnuðu töskur ellilífeyrisþega sem kom til landsins frá Taílandi með ekkert í farangrinum annað en stera og stinningarlyf. Var með sjötíu þúsund steraskammta. Yfirtollvörðurinn man ekki eftir öðru eins. „Þetta var alveg með ólíkindum,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður um íslenskan ellilífeyrisþega sem var gripinn í tollinum í Leifsstöð seinni partinn á sunnudag með um sjötíu þúsund skammta af sterum í farangrinum. Kári segist hreinlega ekki muna eftir öðru eins. „Ég held að við höfum aldrei tekið svona mikið í einu áður,“ segir hann um sterasmyglið. Maðurinn, sem er 68 ára – fæddur árið 1945 – var með tvær töskur meðferðis, eina stóreflis ferðatösku og svokallaða flugfreyjutösku sem hann hafði í handfarangri. Í hvorugri töskunni var hins vegar arða af hefðbundnum farangri, heldur voru þær báðar sneisafullar af ólöglegum lyfjum. Efnin voru af ýmsu tagi og á ýmsu formi – töflur, ampúlur, lyfjahylki og auk þess sprautunálar. Maðurinn var að koma alla leið frá Taílandi, þar sem hann dvelur þorrann úr árinu. Hann er hins vegar ekki með lögheimili þar ytra og þarf því ferðast úr landinu reglulega til að fá endurnýjað landvistarleyfi. Þau ferðalög nýtir hann í heimsóknir hingað til lands. Í kjölfar þess að maðurinn var handtekinn á sunnudag gerði lögreglan á Suðurnesjum húsleit á heimili hans hér í borginni og fann þar umtalsvert magn af ólöglegum lyfjum til viðbótar, aðallega stinningarlyfjum. Þá segir auk þess í tilkynningu frá tollinum að maðurinn hafi áður gerst brotlegur við lög. Hann hafi nýlega reynt að smygla til landsins 800 töflum af stinningarlyfinu Kamagra. Einn skammtur af Kamagra mun kosta þrjú til fimm þúsund krónur á svörtum markaði. Það má því ljóst vera að hefði smyglið heppnast hefði maðurinn getað haft vel upp úr sölunni. Það þykir einmitt ljóst að efnin hafi meira og minna verið ætluð til sölu, enda um gríðarmikið magn að ræða, auk þess sem það var orðað svo við blaðamann að það væri ekki beint að sjá á manninum að hann hefði neytt mikilla stera. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira