Enski boltinn

Fernandinho: Titlarnir telja

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Fernandinho hefur leikið vel fyrir City
Fernandinho hefur leikið vel fyrir City vísir/getty
Brasilíski miðjumaðurinn Fernandinho segir engu máli skipta hve mörg mörk enska úrvalsdeildarliðið Manchester City skorar á leiktíðinni ef liðið vinnur ekki titla. Þetta snýst allt um að vinna titla.

Manchester City mætir Sunderland í úrslitum deildarbikarsins í dag klukkan 14. Fernandinho segir að titlarnir sem liðið vinnur vera eini mælikvarðinn á velgengni félagsins.

City hefur skorað 118 mörk það sem af tímabilinu í öllum keppnum en það gefur ekkert ef liðið vinnur ekki einhverja af þeim titlum sem liðið er að keppa um.

„Mörkin skipta ekki máli ef þú vinnur ekki bikar. Það eru bikararnir sem eru mikilvægir ekki mörkin. Þau skipta máli en það er mikilvægt að vinna úrslitaleikinn,“ sagði Fernandinho fyrir bikarúrslitaleikinn í dag.

„Titlar eru alltaf mikilvægir, það skiptir ekki máli hvenær þú vinnur. Að vinna mun hvetja okkur til frekari afreka í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni,“ sagði Fernandinho.

Sunderland vann þegar liðin mættust á Stadium of Light í nóvember 1-0.

„Það er mjög mikilvægt að við leikum á allt annan hátt en þegar við töpuðum fyrir Sunderland.

„Við þurfum að nálgast leikinn á allt annan hátt og leikmenn og starfslið er vel undirbúið til að vinna þennan titil og berjast allt til loka leiksins,“ sagði Brasilíumaðurinn öflugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×