Enski boltinn

Myndir og myndband frá sigri Manchester City á Wembley í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester City er enskur deildabikarmeistari í fótbolta eftir 3-1 sigur á Sunderland í úrslitaleik á Wembley í dag en þetta er fyrsti titill liðsins undir stjórn Manuel Pellegrini.

Tvö frábær mörk frá Yaya Toure og Samir Nasri á tveggja mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks snéru við leiknum og Jesus Navas innsiglaði síðan sigurinn undir lokin.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af fögnuði City-manna sem geta enn bætt við þremur titlum á þessu tímabili því liðið er ennþá inn í öllum keppnum.

Hér fyrir ofan er einnig myndband af mörkunum í úrslitaleiknum en tvö fyrstu mörk City-liðsins voru sannkallað augnakonfekt.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×