Hinn 49 ára gamli Hopkins laminn í klessu í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2014 11:45 Vísir/Getty Bernard Hopkins (49 ára að verða 50 ára) er elsti handhafi heimsmeistaratitils í boxi en í nótt missti hann tvo heimsmeistaratitla í léttþungavigt til Sergej Kovalev í beinni á Stöð 2 Sport. Sergej Kovalev er átján árum yngri en Hopkins og vann einróma sigur en gamli karlinn hélt þó út í tólf lotur. Kovalev lamdi Hopkins niður í fyrstu lotu og fór illa með andstæðinginn sinn sérstaklega í tólftu og síðustu lotunni sem má sjá hér fyrir neðan. Kovalev hefur ekki tapað í hringnum og 23 af 26 bardögum hans hafa endað með rothöggi. Eftir sigurinn í nótt er hann nú handhafi þriggja heimsmeistaratitla í léttþungavigt. Rússinn tók IBF og WBA titlana af Hopkins og var handhafi WBO-titilsins. „Ég vildi sýna aðdáendum mínum að ég kynni að voxa og ég gerði það," sagði Sergej Kovalev eftir bardagann. „Ég reyndi að rota hann í tólftu lotunni en hann varðist frábærlega. Hann er besti boxarinn í mínum flokki," bætti Kovalev við. Kovalev náði 38 höggum á Hopkins í lokalotunni sem má eins og áður sagði sjá hér fyrir neðan. Bernard Hopkins, sem er algjör goðsögn í boxheiminum, er í mögnuðu formi þrátt fyrir að vera að detta í fimmtugt strax eftir áramótin. Hopkins átti þó engin svör í nótt og þetta er líklega síðasti bardaginn hans á ferlinum. Hopkins var dæmdur í fangelsi 17 ára gamall og lærði að boxa í steinunum. Hann kom út fimm árum síðar og fór fljótlega að berjast í hringnum. Árið 2009 varð hann fyrsti boxarinn til að vinna beltin hjá öllum stóru samböndunum, IBF, WBA, WBO og WBC. Hopkins bætti tvisvar sinnum metið yfir elsta heimsmeistaranna, fyrst þegar hann var 46 ára árið 2011 og svo aftur tveimur árum síðar.Tólfta og síðasta lotan í bardaga Kovalev og Hopkins í nótt. (Henry Birgir Gunnarsson lýsir) Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Bernard Hopkins (49 ára að verða 50 ára) er elsti handhafi heimsmeistaratitils í boxi en í nótt missti hann tvo heimsmeistaratitla í léttþungavigt til Sergej Kovalev í beinni á Stöð 2 Sport. Sergej Kovalev er átján árum yngri en Hopkins og vann einróma sigur en gamli karlinn hélt þó út í tólf lotur. Kovalev lamdi Hopkins niður í fyrstu lotu og fór illa með andstæðinginn sinn sérstaklega í tólftu og síðustu lotunni sem má sjá hér fyrir neðan. Kovalev hefur ekki tapað í hringnum og 23 af 26 bardögum hans hafa endað með rothöggi. Eftir sigurinn í nótt er hann nú handhafi þriggja heimsmeistaratitla í léttþungavigt. Rússinn tók IBF og WBA titlana af Hopkins og var handhafi WBO-titilsins. „Ég vildi sýna aðdáendum mínum að ég kynni að voxa og ég gerði það," sagði Sergej Kovalev eftir bardagann. „Ég reyndi að rota hann í tólftu lotunni en hann varðist frábærlega. Hann er besti boxarinn í mínum flokki," bætti Kovalev við. Kovalev náði 38 höggum á Hopkins í lokalotunni sem má eins og áður sagði sjá hér fyrir neðan. Bernard Hopkins, sem er algjör goðsögn í boxheiminum, er í mögnuðu formi þrátt fyrir að vera að detta í fimmtugt strax eftir áramótin. Hopkins átti þó engin svör í nótt og þetta er líklega síðasti bardaginn hans á ferlinum. Hopkins var dæmdur í fangelsi 17 ára gamall og lærði að boxa í steinunum. Hann kom út fimm árum síðar og fór fljótlega að berjast í hringnum. Árið 2009 varð hann fyrsti boxarinn til að vinna beltin hjá öllum stóru samböndunum, IBF, WBA, WBO og WBC. Hopkins bætti tvisvar sinnum metið yfir elsta heimsmeistaranna, fyrst þegar hann var 46 ára árið 2011 og svo aftur tveimur árum síðar.Tólfta og síðasta lotan í bardaga Kovalev og Hopkins í nótt. (Henry Birgir Gunnarsson lýsir)
Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira