Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Víkingsins Arons Elísar Þrándarsonar, segir að mörg félög hafi augastað á kappanum.
Hann segir ekkert fast í hendi en að fulltrúar margra félaga hafi gert sér ferð hingað til lands til að sjá hann spila - nú síðast í þessari viku.
Aron skoraði eitt og lagði upp annað í 2-1 sigri Víkings á Val í gærkvöldi og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í Pepsi-deild karla í vor.
Rætt var við Magnús Agnar og Aron Elís sjálfan í kvöldfréttum Stöðvar 2 en ítarlegt viðtal við þann síðarnefnda verður í Fréttablaðinu á morgun.
Mörg félög fylgjast með Aroni Elís
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð
Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu.