Beckham fjölskyldan hrifin af Sif Jakobs skartinu Marín Manda skrifar 4. október 2013 09:00 Sif Jakobs starfar við áhugamál sitt og segir það vera mikil forréttindi. Gullsmiðurinn Sif Jakobs er Akureyrarmær sem hefur búið á erlendri grundu stærstan hluta fullorðinsáranna. Hún hafði eins og svo margar stúlkur stóra drauma um að ferðast og upplifa heiminn. Lífið ræddi við Sif um framann, innblásturinn að skartinu, tenginguna við Ítalíu og og hvernig það er að vera með konungsfjölskylduna sem viðskiptavini. Sif Jakobs lýsir Akureyri sem yndislegum bæ þar sem börnin í götunni leika saman í miklu fjöri. Þar ólst hún upp ásamt foreldrum og systkinum og enn má heyra norðlenskan tón í raddblæ hennar. Sif þráði ekkert heitar en að ferðast um heiminn og læra hönnun og listir. Eftir námið í Verkmenntaskólanum á Akureyri og árs nám í Myndlistarskólanum á Akureyri ákvað hún að leggja land undir fót og flytja til Svíþjóðar að læra gullsmíði. Eftir margra ára reynslu innan bransans hefur draumurinn um að hanna eigin skartgripalínu orðið að veruleika og Sif Jakobs er orðið þekkt vörumerki víðs vegar um heiminn.Nú lærðir þú gullsmíði í Svíþjóð. Hvers vegna fórstu þangað að læra? „Gullsmíðin togaði í mig. Mig langaði einnig erlendis og að upplifa heiminn og ákvað því að sækja um skóla í Svíþjóð sem var mjög góður og með international-gráðu.“ Fórstu strax að hanna þitt eigið skart eftir námið þitt? „Nei, ekki alveg strax. Ég fór að vinna hjá dönsku fyrirtæki, Unodomani, sem framleiddi skart. Ég byrjaði þá að ferðast um og selja skartgripina til verslana. Það leið hins vegar ekki langur tími þangað til ég yfirtók hönnunina. Ég lærði svo margt um viðskiptavini og verslanir víðs vegar um heiminn á þessum tíma. Eftir þessa reynslu fór ég svo að vinna fyrir skartgripafyrirtæki á Ítalíu. Ég var einnig aðalhönnuður hjá stóru skartgripafyrirtæki í Kína um tíma áður en ég fór að hanna undir mínu eigin nafni.“Skartgripahönnun Sifjar er glæsileg. Sif lýsir henni sjálf sem fágaðri og klassískri sem flestar konur ættu að geta að eignast.Draumurinn varð að veruleikaHvenær ákvaðstu að stíga skrefið og hanna þína eigin línu? „Þegar ég var í náminu og sat að smíða skart var hugurinn löngu kominn lengra þar sem ég hugsaði um framtíðina og hve mikið mig langaði að gera þetta af alvöru. Það hafði náttúrulega verið draumur minn að hanna og framleiða skartgripi sem allir hefðu möguleika á að eignast. Þegar ég var búin að vera á endalausum ferðalögum um heiminn og vinna í nokkur ár á Ítalíu ákvað ég að láta verða af þessu.“Hvernig myndir þú lýsa Sif Jakobs-skartinu og hönnuninni? „Ég hanna mjög fágað og klassískt skart. Við erum með mjög stóran viðskiptahóp og því erum við einnig með skart sem er örlítið svalara. Ég fæ mikið af mínum innblæstri á ferðalögum um heiminn sem og frá tískustraumum og ekki síst stórbrotinni náttúrunni.“ Sif Jakobs keyrir um á mótorhjólinu sínu.Skartið þitt hefur verið í öllum helstu tískublöðunum úti. Mætti því ekki segja að viðbrögðin hafi verið ansi góð? „Jú, pressan hefur tekið mjög vel tekið á móti okkur víðs vegar um heiminn og skartið fengið mjög góðar viðtökur bæði hérna á Íslandi sem og í öðrum löndum. Ég er mjög þakklát fyrir það. Stefnan er því að halda áfram að lifa drauminn og að Sif Jakobs Jewellery verði aðgengilegt sem flestum í heiminum. Við seljum nú þegar í níu löndum en „The Nordics“ er aðalmarkaðurinn. Við erum svo að færa okkur meira um Evrópu; England, Belgíu og Þýskaland sem eru að verða stórir markaðir.“ Það hlýtur að hafa verið erfitt að byrja með svona rekstur? „Jú, það var vissulega margt sem var erfitt og það er mikið sem ég hef lært í gegnum þetta ferli en með mikilli vinnu og aðstoð frá góðu fólki hefur þetta vaxið hratt og vel. Ég byrjaði á tímum kreppunnar sem er bæði jákvætt og neikvætt. Það liggur gríðarleg vinna á bak við svona fyrirtækjarekstur og tengslamyndun er stór hluti af þeirri vinnu. Þú þarft að vera ansi góður mannþekkjari til að læra að meta hvað virkar og hvað ekki.“ Sif Jakobs er stórglæsileg.Danska konungsfjölskyldan áhugasöm Hvers vegna heitið skartið ítölskum nöfnum? „Ítalía á sérstakan stað í hjarta mínu þar sem ég bjó þar í nokkur ár eftir að ég lauk náminu og því ákvað ég að halda þessari tengingu þegar ég fór að hanna mína eigin línu. Allar skartgripalínurnar heita eftir bæjum eða borgum á Ítalíu. Þannig varðveiti ég minningar mínar frá þessum tíma.“ Hverjir eru þínir bestu viðskiptavinir? „Beckham-fjölskyldan, Marie Askehave og margir frægir Danir hafa verslað hjá okkur en hjá mér eru allir viðskiptavinir jafn mikilvægir, frægt fólk sem og stúlkan sem gengur inn frá götunni. Ég vil að allir geti eignast skartgrip frá mér. Að versla sér skartgrip frá Sif Jakobs Jewellery á að vera upplifun sem er ánægjuleg í hvert skipti.“Sif ásamt sambýlismanni sínum.Heyrst hefur að konurnar í dönsku konungsfjölskyldunni séu hrifnar af þínu skarti. Er eitthvað til í því? „Mikið rétt, Marie prinsessa hefur sýnt skartinu mikinn áhuga og á hún orðið þó nokkra gripi frá mér sem hún notar mikið. Fyrstu gripina keypti hún á ferðalagi á Grænlandi. Einnig valdi hún að koma og heimsækja okkur á sýningu í Kaupmannahöfn til að fræðast meira um skartið og fyrirtækið, sem var mjög gaman og mjög virðingarvert.“ Skartgripirnir eru klassískir en einnig mjög svalir.Hver ætli sé dýrasti skartgripurinn sem þú hefur hannað? „Það var veigamikið gull armband sem ég framleiddi fyrir danska merkið Margit Brandt. Þetta merki var mjög stórt en það er aldrei að vita hvað framtíðin býður upp á síðar meir.“Nú býrðu í Danmörku. Hvenær er að búa þar? „Mér finnst yndislegt að búa í Danmörku, hér á ég heima og hérna líður mér vel. „Herfra min verden går“ eins og H.C. Andersen sagði. Vissulega saknar maður alltaf fólksins og náttúrunnar á Íslandi. Ég var einmitt að koma frá Íslandi þar sem ég ferðaðist um landið með dönskum vinum, náttúran er jú alveg stórkostleg.“Heldurðu að þú flytjir til baka einhvern daginn? „Ég tel ekki miklar líkur á því, þar sem ég og maðurinn minn erum mjög ánægð hérna í Danmörku og öll starfsemi Sif Jakobs Jewellery er hér.“Ertu einnig að gera skart fyrir herra? „Já, ég er komin með herralínu í leðurarmböndunum sem er að ganga vel, og svo eru ermahnappar í silfurlínunni sem einnig hafa verið vinsælir hjá herrunum.“Er hægt að gefa þér skartgripi? „Það er erfitt að gefa mér skart en ég er mjög hrifin af fallegum úrum. Svo sú lausn hefur verið notuð. Ég á að sjálfsögðu mína uppáhaldsskartgripi frá merkjum eins og Bulgari eða Cartier.“ Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Mínir framtíðardraumar eru að Sif Jakobs Jewellery haldi áfram að vaxa og dafna og að ég fái að njóta þeirra forréttinda sem lengst að vinna við áhugamál mitt og halda áfram að opna heiminn fyrir Sif Jakobs Jewellery.“ Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Gullsmiðurinn Sif Jakobs er Akureyrarmær sem hefur búið á erlendri grundu stærstan hluta fullorðinsáranna. Hún hafði eins og svo margar stúlkur stóra drauma um að ferðast og upplifa heiminn. Lífið ræddi við Sif um framann, innblásturinn að skartinu, tenginguna við Ítalíu og og hvernig það er að vera með konungsfjölskylduna sem viðskiptavini. Sif Jakobs lýsir Akureyri sem yndislegum bæ þar sem börnin í götunni leika saman í miklu fjöri. Þar ólst hún upp ásamt foreldrum og systkinum og enn má heyra norðlenskan tón í raddblæ hennar. Sif þráði ekkert heitar en að ferðast um heiminn og læra hönnun og listir. Eftir námið í Verkmenntaskólanum á Akureyri og árs nám í Myndlistarskólanum á Akureyri ákvað hún að leggja land undir fót og flytja til Svíþjóðar að læra gullsmíði. Eftir margra ára reynslu innan bransans hefur draumurinn um að hanna eigin skartgripalínu orðið að veruleika og Sif Jakobs er orðið þekkt vörumerki víðs vegar um heiminn.Nú lærðir þú gullsmíði í Svíþjóð. Hvers vegna fórstu þangað að læra? „Gullsmíðin togaði í mig. Mig langaði einnig erlendis og að upplifa heiminn og ákvað því að sækja um skóla í Svíþjóð sem var mjög góður og með international-gráðu.“ Fórstu strax að hanna þitt eigið skart eftir námið þitt? „Nei, ekki alveg strax. Ég fór að vinna hjá dönsku fyrirtæki, Unodomani, sem framleiddi skart. Ég byrjaði þá að ferðast um og selja skartgripina til verslana. Það leið hins vegar ekki langur tími þangað til ég yfirtók hönnunina. Ég lærði svo margt um viðskiptavini og verslanir víðs vegar um heiminn á þessum tíma. Eftir þessa reynslu fór ég svo að vinna fyrir skartgripafyrirtæki á Ítalíu. Ég var einnig aðalhönnuður hjá stóru skartgripafyrirtæki í Kína um tíma áður en ég fór að hanna undir mínu eigin nafni.“Skartgripahönnun Sifjar er glæsileg. Sif lýsir henni sjálf sem fágaðri og klassískri sem flestar konur ættu að geta að eignast.Draumurinn varð að veruleikaHvenær ákvaðstu að stíga skrefið og hanna þína eigin línu? „Þegar ég var í náminu og sat að smíða skart var hugurinn löngu kominn lengra þar sem ég hugsaði um framtíðina og hve mikið mig langaði að gera þetta af alvöru. Það hafði náttúrulega verið draumur minn að hanna og framleiða skartgripi sem allir hefðu möguleika á að eignast. Þegar ég var búin að vera á endalausum ferðalögum um heiminn og vinna í nokkur ár á Ítalíu ákvað ég að láta verða af þessu.“Hvernig myndir þú lýsa Sif Jakobs-skartinu og hönnuninni? „Ég hanna mjög fágað og klassískt skart. Við erum með mjög stóran viðskiptahóp og því erum við einnig með skart sem er örlítið svalara. Ég fæ mikið af mínum innblæstri á ferðalögum um heiminn sem og frá tískustraumum og ekki síst stórbrotinni náttúrunni.“ Sif Jakobs keyrir um á mótorhjólinu sínu.Skartið þitt hefur verið í öllum helstu tískublöðunum úti. Mætti því ekki segja að viðbrögðin hafi verið ansi góð? „Jú, pressan hefur tekið mjög vel tekið á móti okkur víðs vegar um heiminn og skartið fengið mjög góðar viðtökur bæði hérna á Íslandi sem og í öðrum löndum. Ég er mjög þakklát fyrir það. Stefnan er því að halda áfram að lifa drauminn og að Sif Jakobs Jewellery verði aðgengilegt sem flestum í heiminum. Við seljum nú þegar í níu löndum en „The Nordics“ er aðalmarkaðurinn. Við erum svo að færa okkur meira um Evrópu; England, Belgíu og Þýskaland sem eru að verða stórir markaðir.“ Það hlýtur að hafa verið erfitt að byrja með svona rekstur? „Jú, það var vissulega margt sem var erfitt og það er mikið sem ég hef lært í gegnum þetta ferli en með mikilli vinnu og aðstoð frá góðu fólki hefur þetta vaxið hratt og vel. Ég byrjaði á tímum kreppunnar sem er bæði jákvætt og neikvætt. Það liggur gríðarleg vinna á bak við svona fyrirtækjarekstur og tengslamyndun er stór hluti af þeirri vinnu. Þú þarft að vera ansi góður mannþekkjari til að læra að meta hvað virkar og hvað ekki.“ Sif Jakobs er stórglæsileg.Danska konungsfjölskyldan áhugasöm Hvers vegna heitið skartið ítölskum nöfnum? „Ítalía á sérstakan stað í hjarta mínu þar sem ég bjó þar í nokkur ár eftir að ég lauk náminu og því ákvað ég að halda þessari tengingu þegar ég fór að hanna mína eigin línu. Allar skartgripalínurnar heita eftir bæjum eða borgum á Ítalíu. Þannig varðveiti ég minningar mínar frá þessum tíma.“ Hverjir eru þínir bestu viðskiptavinir? „Beckham-fjölskyldan, Marie Askehave og margir frægir Danir hafa verslað hjá okkur en hjá mér eru allir viðskiptavinir jafn mikilvægir, frægt fólk sem og stúlkan sem gengur inn frá götunni. Ég vil að allir geti eignast skartgrip frá mér. Að versla sér skartgrip frá Sif Jakobs Jewellery á að vera upplifun sem er ánægjuleg í hvert skipti.“Sif ásamt sambýlismanni sínum.Heyrst hefur að konurnar í dönsku konungsfjölskyldunni séu hrifnar af þínu skarti. Er eitthvað til í því? „Mikið rétt, Marie prinsessa hefur sýnt skartinu mikinn áhuga og á hún orðið þó nokkra gripi frá mér sem hún notar mikið. Fyrstu gripina keypti hún á ferðalagi á Grænlandi. Einnig valdi hún að koma og heimsækja okkur á sýningu í Kaupmannahöfn til að fræðast meira um skartið og fyrirtækið, sem var mjög gaman og mjög virðingarvert.“ Skartgripirnir eru klassískir en einnig mjög svalir.Hver ætli sé dýrasti skartgripurinn sem þú hefur hannað? „Það var veigamikið gull armband sem ég framleiddi fyrir danska merkið Margit Brandt. Þetta merki var mjög stórt en það er aldrei að vita hvað framtíðin býður upp á síðar meir.“Nú býrðu í Danmörku. Hvenær er að búa þar? „Mér finnst yndislegt að búa í Danmörku, hér á ég heima og hérna líður mér vel. „Herfra min verden går“ eins og H.C. Andersen sagði. Vissulega saknar maður alltaf fólksins og náttúrunnar á Íslandi. Ég var einmitt að koma frá Íslandi þar sem ég ferðaðist um landið með dönskum vinum, náttúran er jú alveg stórkostleg.“Heldurðu að þú flytjir til baka einhvern daginn? „Ég tel ekki miklar líkur á því, þar sem ég og maðurinn minn erum mjög ánægð hérna í Danmörku og öll starfsemi Sif Jakobs Jewellery er hér.“Ertu einnig að gera skart fyrir herra? „Já, ég er komin með herralínu í leðurarmböndunum sem er að ganga vel, og svo eru ermahnappar í silfurlínunni sem einnig hafa verið vinsælir hjá herrunum.“Er hægt að gefa þér skartgripi? „Það er erfitt að gefa mér skart en ég er mjög hrifin af fallegum úrum. Svo sú lausn hefur verið notuð. Ég á að sjálfsögðu mína uppáhaldsskartgripi frá merkjum eins og Bulgari eða Cartier.“ Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Mínir framtíðardraumar eru að Sif Jakobs Jewellery haldi áfram að vaxa og dafna og að ég fái að njóta þeirra forréttinda sem lengst að vinna við áhugamál mitt og halda áfram að opna heiminn fyrir Sif Jakobs Jewellery.“
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira