Fótbolti

Lars: Eggert verið afar óheppinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerback
Lars Lagerback mynd / Stefán
„Það er afar mikilvægt að fá Eggert aftur,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Sá sænski tilkynnti 23 manna hóp sinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi.

Eggert, sem spilar með Belenenses í Portúgal, og Guðlaugur Victor Pálsson, hjá NEC Nijemegen, koma inn í hópinn. Landsliðsþjálfarinn fagnar því að Eggert sé farinn að spila.

„Hann byrjaði í bikarleik á dögunum. Þar er leikmaður með mikla möguleika en hefur verið óheppinn á ferlinum síðan ég tók við.“

Lars sagðist hafa fylgst vel með Guðlaugi Victor í nokkrun tíma og hann hefði staðið sig vel í Hollandi.

„Það er erfitt að komast í byrjunarliðið eins og staðan er núna,“ sagði Lars um hlutverk Guðlaugs Victors.

„Hann er ungur leikmaður og hefur verið að spila vel í Hollandi. Vonandi verðu hann í stóru hlutverki í landsliðinu í framtíðinni,“ sagði Lars. Samkeppnin væri þó augljóslega hörð þegar litið væri á aðra miðjumenn í liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×