Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sér ekki eftir þeirri ákvörðun sinni að senda Romelu Lukaku á láni til Evrerton. Romelu Lukaku hefur farið á kostum að undanförnu og er með þrjú mörk og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjum sínum með Everton.
Framherjum Chelsea hefur á sama tíma gengið illa að skora í ensku úrvalsdeildinni og ekkert af sex deildarmörkum liðsins hafa sem dæmi verið skorað af sóknarmönnum.
Brasilíski miðjumaðurinn Oscar hefur skorað tvö mörk og hin mörkin hafa síðan skorað varnarmennirnir Branislav Ivanovic og John Terry og miðjumennirnir Frank Lampard og John Obi Mikel.
Romelu Lukaku er tvítugur belgískur framherji sem Mourinho lánaði til Everton á síðasta degi félagsskiptagluggans. Hann stóð sig vel á láni hjá West Brom á síðustu leiktíð og hefur verið frábær hjá Everton i sigurleikjum á West Ham og Newcastle.
„Ég sé ekkert eftir því að láta hann fara á láni. Það er tvennt ólíkt að spila fyrir Everton annarsvegar og fyrir Chelsea hinsvegar," sagði Jose Mourinho við Sky Sports.
Romelu Lukaku hefur ekki náð að skora fyrir Chelsea í tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni en var með 17 mörk í 35 leikjum með West Bromwich Albion á síðasta tímabili.
Mourinho um Lukaku: Tvennt ólíkt að spila fyrir Everton eða Chelsea
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn