Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2013 07:30 Aníta fagnar sigri sínum í Donetsk í gær. Nordicphotos/AFP „Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
„Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira