Fótbolti

Fréttamaður BBC fylgist með íslenska liðinu

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Okkar maður, Kolbeinn Tumi, í viðtali við BBC World fyrr í dag.
Okkar maður, Kolbeinn Tumi, í viðtali við BBC World fyrr í dag.
Velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið athygli stórra fréttamiðla í álfunni.

James Montague er einn þeirra sem mættur er til Noregs til að fjalla um íslensku strákana. Montague skrifar fyrir BBC World Servie, New York Times og knattspyrnutímaritið World Soccer. Hann vinnur nú að bók um um minni spámenn í Evrópu og er íslenska liðið til umfjöllunar.

„Fólki finnst ótrúlegt að þjóð með aðeins um 300 þúsund íbúa eigi svo góða möguleika á að komast á HM,“ sagði Montague sem leitar svara við því hvernig svo má vera.

Mikill áhugi var á íslensku strákunum á blaðamannafundi liðsins í morgun. Voru fæstir þó að beina sjónum sínum að framtíðarmöguleikum og árangri liðsins frekar en leiknum mikilvæga á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×