Fótbolti

Heimir og Lars reyna að fylgjast með leiknum í Sviss í sjónvarpi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir og Lars á blaðamannafundi Íslands í dag.
Heimir og Lars á blaðamannafundi Íslands í dag. mynd/vilhelm
„Norski fjölmiðlafulltrúinn lofaði því að reyna að gefa okkur aðgang að sjónvarpi svo við gætum fylgst með gangi mála,“ sagði Lars Lagerbäck á fundi með blaðamönnum í dag.

Úrslitin í viðureign Sviss og Slóveníu geta haft mikið um það að segja hvort Ísland eða Slóvenía fari í umspilið. Íslenska liðið þarf að ná jafn góðum úrslitum og Slóvenar ná í Sviss.

Lagerbäck segir að takist ekki að koma því við að hægt verði að fylgjast með af sjónvarpsskjá verði notast við útvarpssendingu eða aðra tækni.

„Við munum fylgjast með gangi mála á einn eða annan hátt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×