Fótbolti

Lars: Norðmenn eiga eftir að mæta grimmir til leiks

„Við getum búist við virkilega erfiðum leik á morgun, það er gríðarlega erfitt að greina lið Norðmanna,“ sagði Lars Lagerback, landsliðsþjálfarinn, í samtali við Kolbein Tuma Daðason fyrr í dag.

Ísland mætir Norðmönnum í lokaleik riðlakeppninnar í undankeppni HM 2014 annað kvöld ytra og getur liðið tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á lokamótinu í Brasilíu næsta sumar.

„Norska liðið tapaði illa gegn Slóveníu í síðustu viku og því mæta leikmenn liðsins sennilega grimmir til leiks á morgun.“

Noregur tapaði 3-0 fyrir Slóveníu í síðustu viku og á því liðið engan möguleika á að komast á HM í Brasilíu á næstu ári.

„Þjálfarinn mun líklega gera 2-3 breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn okkur en ég tel að það eigi ekki eftir að breyta miklu um leikskipulagið hjá liðinu.“

„Leikmenn norska liðsins verða eflaust á tánum í leiknum og vilja sýna öllum hvað í þeim býr eftir niðurlæginguna gegn Slóvenum frá því í síðustu viku.“

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×