Heimsmeistaramót 17 ára og yngri í frjálsíþróttum hefst í Donetsk í Úkraínu í dag en Ísland á þrjá keppendur á mótinu. Aníta Hinriksdóttir þykir til alls líkleg í 800 m hlaupi og hefur hún keppni í undanrásum á morgun.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir keppir bæði í kúluvarpi og sjöþraut og hefur leik á morgun í fyrrnefndu greininni.
Fyrstur Íslendinganna til að keppa er kastarinn Hilmar Örn Jónsson. Hann keppir í kúluvarpi í dag og í sleggjukasti á morgun.

