Bíó og sjónvarp

Hross í oss heltist úr lestinni

Freyr Bjarnason skrifar
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar á ekki lengur möguleika á að fá Óskartilnefningu.
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar á ekki lengur möguleika á að fá Óskartilnefningu.

Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson er ekki á meðal þeirra níu kvikmynda sem eiga núna möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.

Alls voru 76 myndir á upphaflega listanum, þar á meðal Hross í oss. Nú mun þrjátíu manna dómnefnd velja þær fimm myndir sem fá tilnefningar í janúar.

Á meðal þeirra kvikmynda sem hlutu náð fyrir augum dómnefndarinnar voru The Hunt eftir danska leikstjórann Thomas Vinterberg og The Great Beauty frá Ítalíu. Einnig voru valdar myndir frá Þýskalandi, Belgíu, Bosníu og Herzegóvínu, Kambódíu, Hong Kong, Ungverjalandi og Palestínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.