Meiri Íslendingur en Króati eftir 42 ár á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 18. nóvember 2013 08:48 "Sérðu ekki að ég er með tvo trefla?“ segir Darri, þegar hann er spurður hvort hann ætli að styðja Ísland eða Króatíu í leiknum á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var nítján ára þegar ég mætti á þennan flugvöll og flaug til Íslands. Síðan eru liðin 42 ár,“ sagði Darri Stanko Miljevic við komuna til Zagreb í gærkvöldi. Darri var ekki einn á ferð því með í för voru þrír tengdasynir hans, Sigurður Þór Þórsson, Rafn Árnason og Hjalti Rögnvaldsson, en þeir eru komnir til Zagreb til að fylgjast með leik Íslands og Króatíu á morgun. „Þetta verður bara ævintýri og við ætlum að njóta þess. Svo verður maður bara tilbúinn við takkana á lyklaborðinu á þriðjudagskvöldið til að bóka ferðina til Brasilíu,“ segir Hjalti. Hann er ekki einn um að vera bjartsýnn á að strákunum í karlalandsliðinu takist ætlunarverk sitt. „Það eru mjög miklar líkur á því. Ég spái 1-1 jafntefli,“ segir Sigurður Þór sem ákvað að skella sér með tengdapabba á heimaslóðir í Króatíu áður en úrslitin fínu í fyrri leiknum voru ljós. „Við erum svo góðir vinir eftir þrettán ár. Það kom ekkert annað til greina en að skella sér með honum,“ segir Sigurður Þór. Hjalti og Rafn ákváðu eftir kvöldið yndislega á Laugardalsvelli að fara með. Vinirnir fjórir eru fljótir að svara spurningunni hvort aldrei hafi komið til greina að taka konurnar með. „Nei, þær hefðu bara viljað fara að versla. Þá hefðum við bara verið burðardýr,“ segir Sigurður Þór og uppsker hlátur félaga sinna. Þeir velta fyrir sér hvort þeir ættu að biðja blaðamann um að sleppa því að hafa svarið eftir þeim en Rafn lokar þeirri umræðu. „Ég er sannfærður um að þær eru með eitthvert bullandi partý heima fyrst við erum farnir,“ segir Rafn og félagarnir taka undir. „Nú fattar maður hvers vegna þær voru svona áfjáðar í að senda okkur út.“ Darri flutti upphaflega til Íslands til að vinna hjá frænda sínum í frystihúsi. Þaðan lá leiðin í Ömmubakstur þar sem hann bakaði kleinur og fleira góðgæti. Undanfarin tíu ár hefur hann rekið Svarta kaffið á Laugaveginum við góðan orðstír. Hann er ekki í nokkrum vafa um hvort liðið hann muni styðja á þriðjudaginn. „Sérðu ekki að ég er með tvo trefla?“ segir Darri og bendir á tvo íslenska trefla um hálsinn. „Eftir 42 ár á Íslandi er ég meiri Íslendingur en Króati.“ Darri á tvo bræður sem búa í um 200 kílómetra fjarlægð frá Zagreb. Þeir eru ekki væntanlegir á leikinn. „Nei, ég myndi ekki vilja þurfa að sitja með þeim Króatíumegin. Ég vil sitja Íslandsmegin.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Sjá meira
„Ég var nítján ára þegar ég mætti á þennan flugvöll og flaug til Íslands. Síðan eru liðin 42 ár,“ sagði Darri Stanko Miljevic við komuna til Zagreb í gærkvöldi. Darri var ekki einn á ferð því með í för voru þrír tengdasynir hans, Sigurður Þór Þórsson, Rafn Árnason og Hjalti Rögnvaldsson, en þeir eru komnir til Zagreb til að fylgjast með leik Íslands og Króatíu á morgun. „Þetta verður bara ævintýri og við ætlum að njóta þess. Svo verður maður bara tilbúinn við takkana á lyklaborðinu á þriðjudagskvöldið til að bóka ferðina til Brasilíu,“ segir Hjalti. Hann er ekki einn um að vera bjartsýnn á að strákunum í karlalandsliðinu takist ætlunarverk sitt. „Það eru mjög miklar líkur á því. Ég spái 1-1 jafntefli,“ segir Sigurður Þór sem ákvað að skella sér með tengdapabba á heimaslóðir í Króatíu áður en úrslitin fínu í fyrri leiknum voru ljós. „Við erum svo góðir vinir eftir þrettán ár. Það kom ekkert annað til greina en að skella sér með honum,“ segir Sigurður Þór. Hjalti og Rafn ákváðu eftir kvöldið yndislega á Laugardalsvelli að fara með. Vinirnir fjórir eru fljótir að svara spurningunni hvort aldrei hafi komið til greina að taka konurnar með. „Nei, þær hefðu bara viljað fara að versla. Þá hefðum við bara verið burðardýr,“ segir Sigurður Þór og uppsker hlátur félaga sinna. Þeir velta fyrir sér hvort þeir ættu að biðja blaðamann um að sleppa því að hafa svarið eftir þeim en Rafn lokar þeirri umræðu. „Ég er sannfærður um að þær eru með eitthvert bullandi partý heima fyrst við erum farnir,“ segir Rafn og félagarnir taka undir. „Nú fattar maður hvers vegna þær voru svona áfjáðar í að senda okkur út.“ Darri flutti upphaflega til Íslands til að vinna hjá frænda sínum í frystihúsi. Þaðan lá leiðin í Ömmubakstur þar sem hann bakaði kleinur og fleira góðgæti. Undanfarin tíu ár hefur hann rekið Svarta kaffið á Laugaveginum við góðan orðstír. Hann er ekki í nokkrum vafa um hvort liðið hann muni styðja á þriðjudaginn. „Sérðu ekki að ég er með tvo trefla?“ segir Darri og bendir á tvo íslenska trefla um hálsinn. „Eftir 42 ár á Íslandi er ég meiri Íslendingur en Króati.“ Darri á tvo bræður sem búa í um 200 kílómetra fjarlægð frá Zagreb. Þeir eru ekki væntanlegir á leikinn. „Nei, ég myndi ekki vilja þurfa að sitja með þeim Króatíumegin. Ég vil sitja Íslandsmegin.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Sjá meira