Meiri Íslendingur en Króati eftir 42 ár á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 18. nóvember 2013 08:48 "Sérðu ekki að ég er með tvo trefla?“ segir Darri, þegar hann er spurður hvort hann ætli að styðja Ísland eða Króatíu í leiknum á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var nítján ára þegar ég mætti á þennan flugvöll og flaug til Íslands. Síðan eru liðin 42 ár,“ sagði Darri Stanko Miljevic við komuna til Zagreb í gærkvöldi. Darri var ekki einn á ferð því með í för voru þrír tengdasynir hans, Sigurður Þór Þórsson, Rafn Árnason og Hjalti Rögnvaldsson, en þeir eru komnir til Zagreb til að fylgjast með leik Íslands og Króatíu á morgun. „Þetta verður bara ævintýri og við ætlum að njóta þess. Svo verður maður bara tilbúinn við takkana á lyklaborðinu á þriðjudagskvöldið til að bóka ferðina til Brasilíu,“ segir Hjalti. Hann er ekki einn um að vera bjartsýnn á að strákunum í karlalandsliðinu takist ætlunarverk sitt. „Það eru mjög miklar líkur á því. Ég spái 1-1 jafntefli,“ segir Sigurður Þór sem ákvað að skella sér með tengdapabba á heimaslóðir í Króatíu áður en úrslitin fínu í fyrri leiknum voru ljós. „Við erum svo góðir vinir eftir þrettán ár. Það kom ekkert annað til greina en að skella sér með honum,“ segir Sigurður Þór. Hjalti og Rafn ákváðu eftir kvöldið yndislega á Laugardalsvelli að fara með. Vinirnir fjórir eru fljótir að svara spurningunni hvort aldrei hafi komið til greina að taka konurnar með. „Nei, þær hefðu bara viljað fara að versla. Þá hefðum við bara verið burðardýr,“ segir Sigurður Þór og uppsker hlátur félaga sinna. Þeir velta fyrir sér hvort þeir ættu að biðja blaðamann um að sleppa því að hafa svarið eftir þeim en Rafn lokar þeirri umræðu. „Ég er sannfærður um að þær eru með eitthvert bullandi partý heima fyrst við erum farnir,“ segir Rafn og félagarnir taka undir. „Nú fattar maður hvers vegna þær voru svona áfjáðar í að senda okkur út.“ Darri flutti upphaflega til Íslands til að vinna hjá frænda sínum í frystihúsi. Þaðan lá leiðin í Ömmubakstur þar sem hann bakaði kleinur og fleira góðgæti. Undanfarin tíu ár hefur hann rekið Svarta kaffið á Laugaveginum við góðan orðstír. Hann er ekki í nokkrum vafa um hvort liðið hann muni styðja á þriðjudaginn. „Sérðu ekki að ég er með tvo trefla?“ segir Darri og bendir á tvo íslenska trefla um hálsinn. „Eftir 42 ár á Íslandi er ég meiri Íslendingur en Króati.“ Darri á tvo bræður sem búa í um 200 kílómetra fjarlægð frá Zagreb. Þeir eru ekki væntanlegir á leikinn. „Nei, ég myndi ekki vilja þurfa að sitja með þeim Króatíumegin. Ég vil sitja Íslandsmegin.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira
„Ég var nítján ára þegar ég mætti á þennan flugvöll og flaug til Íslands. Síðan eru liðin 42 ár,“ sagði Darri Stanko Miljevic við komuna til Zagreb í gærkvöldi. Darri var ekki einn á ferð því með í för voru þrír tengdasynir hans, Sigurður Þór Þórsson, Rafn Árnason og Hjalti Rögnvaldsson, en þeir eru komnir til Zagreb til að fylgjast með leik Íslands og Króatíu á morgun. „Þetta verður bara ævintýri og við ætlum að njóta þess. Svo verður maður bara tilbúinn við takkana á lyklaborðinu á þriðjudagskvöldið til að bóka ferðina til Brasilíu,“ segir Hjalti. Hann er ekki einn um að vera bjartsýnn á að strákunum í karlalandsliðinu takist ætlunarverk sitt. „Það eru mjög miklar líkur á því. Ég spái 1-1 jafntefli,“ segir Sigurður Þór sem ákvað að skella sér með tengdapabba á heimaslóðir í Króatíu áður en úrslitin fínu í fyrri leiknum voru ljós. „Við erum svo góðir vinir eftir þrettán ár. Það kom ekkert annað til greina en að skella sér með honum,“ segir Sigurður Þór. Hjalti og Rafn ákváðu eftir kvöldið yndislega á Laugardalsvelli að fara með. Vinirnir fjórir eru fljótir að svara spurningunni hvort aldrei hafi komið til greina að taka konurnar með. „Nei, þær hefðu bara viljað fara að versla. Þá hefðum við bara verið burðardýr,“ segir Sigurður Þór og uppsker hlátur félaga sinna. Þeir velta fyrir sér hvort þeir ættu að biðja blaðamann um að sleppa því að hafa svarið eftir þeim en Rafn lokar þeirri umræðu. „Ég er sannfærður um að þær eru með eitthvert bullandi partý heima fyrst við erum farnir,“ segir Rafn og félagarnir taka undir. „Nú fattar maður hvers vegna þær voru svona áfjáðar í að senda okkur út.“ Darri flutti upphaflega til Íslands til að vinna hjá frænda sínum í frystihúsi. Þaðan lá leiðin í Ömmubakstur þar sem hann bakaði kleinur og fleira góðgæti. Undanfarin tíu ár hefur hann rekið Svarta kaffið á Laugaveginum við góðan orðstír. Hann er ekki í nokkrum vafa um hvort liðið hann muni styðja á þriðjudaginn. „Sérðu ekki að ég er með tvo trefla?“ segir Darri og bendir á tvo íslenska trefla um hálsinn. „Eftir 42 ár á Íslandi er ég meiri Íslendingur en Króati.“ Darri á tvo bræður sem búa í um 200 kílómetra fjarlægð frá Zagreb. Þeir eru ekki væntanlegir á leikinn. „Nei, ég myndi ekki vilja þurfa að sitja með þeim Króatíumegin. Ég vil sitja Íslandsmegin.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira