Ætla að bólusetja milljónir sýrlenskra barna Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Þessi unga stúlka í Damaskus í Sýrlandi fékk í síðustu viku bóluefni gegn mænusótt. Mynd/Unicef Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira