Ætla að bólusetja milljónir sýrlenskra barna Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Þessi unga stúlka í Damaskus í Sýrlandi fékk í síðustu viku bóluefni gegn mænusótt. Mynd/Unicef Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent