Ætla að bólusetja milljónir sýrlenskra barna Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Þessi unga stúlka í Damaskus í Sýrlandi fékk í síðustu viku bóluefni gegn mænusótt. Mynd/Unicef Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira