Nigel Davenport látinn 30. október 2013 21:00 Breski leikarinn Nigel Davenport átti langan og farsælan feril að baki. Nordicphotos/getty Breski leikarinn Nigel Davenport er látinn, 85 ára að aldri. Davenport var hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots Of Fire og Man for all Seasons. Hann er faðir leikarans Jacks Davenport. Nigel Davenport stundaði nám við Oxford áður en hann gerðist sviðsleikari. Í upphafi kvikmyndaferils síns tók hann helst að sér minni hlutverk í kvikmyndum á borð við Peeping Tom og Look Back in Anger. Hann lék einnig á móti Vanessu Redgrave í stórmyndinni Mary, Queen of Scots sem kom út árið 1971 og fór með hlutverk Abrahams Van Helsing í hrollvekjunni Bram Stoker‘s Dracula sem frumsýnd var árið 1973. Davenport fæddist í Englandi árið 1928 og stundaði enskunám við Sidney Sussex háskólann. Hann komst á samning hjá Royal Court leikhúsinu árið 1960 og hóf kvikmynda- og sjónvarpsferil sinn skömmu síðar. Davenport lætur eftir sig þrjú börn: Lauru, Hugo og leikarann Jack. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Breski leikarinn Nigel Davenport er látinn, 85 ára að aldri. Davenport var hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots Of Fire og Man for all Seasons. Hann er faðir leikarans Jacks Davenport. Nigel Davenport stundaði nám við Oxford áður en hann gerðist sviðsleikari. Í upphafi kvikmyndaferils síns tók hann helst að sér minni hlutverk í kvikmyndum á borð við Peeping Tom og Look Back in Anger. Hann lék einnig á móti Vanessu Redgrave í stórmyndinni Mary, Queen of Scots sem kom út árið 1971 og fór með hlutverk Abrahams Van Helsing í hrollvekjunni Bram Stoker‘s Dracula sem frumsýnd var árið 1973. Davenport fæddist í Englandi árið 1928 og stundaði enskunám við Sidney Sussex háskólann. Hann komst á samning hjá Royal Court leikhúsinu árið 1960 og hóf kvikmynda- og sjónvarpsferil sinn skömmu síðar. Davenport lætur eftir sig þrjú börn: Lauru, Hugo og leikarann Jack.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira