Stuttmyndahátíð færð fram á haust vegna háhyrninga Sara McMahon skrifar 24. október 2013 10:00 Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn í nóvember. Dögg Mósesdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson Stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn dagana 15. til 17. nóvember. Undanfarin fimm ár hefur hátíðin farið fram í mars, en vegna mikillar aðsóknar ferðamanna í bæinn á þeim tíma reyndist nauðsynlegt að færa hátíðina fram á haust. „Háhyrningar hafa gert sig heimakæra í firðinum á vorin og ferðamönnum hefur fjölgað mikið vegna þessa. Ef þetta gengur vel höldum við hátíðina í nóvember héðan í frá,“ útskýrir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fjöldi verðlaunamynda er sýndur á hátíðinni og ber þar helst að nefna íslensku stuttmyndina Hvalfjörð og írönsku myndina More Than Two Hours. Að auki keppa tíu íslensk tónlistarmyndbönd um titilinn besta íslenska myndbandið. Um tuttugu erlendir leikstjórar munu sækja Northern Wave. „Það er skemmtilegt að margar af þeim myndum sem bárust okkur eru að flakka um flottustu hátíðir heims, fólki þykir greinilega eftirsóknarvert að fá að taka þátt í þessari litlu hátíð í íslensku sjávarplássi,“ segir Dögg. Margaret Glover, sem starfar við London Film School, situr í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Silju Hauksdóttur og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Jim Beckmann og Benedikt Reynisson velja besta tónlistarmyndbandið. Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn dagana 15. til 17. nóvember. Undanfarin fimm ár hefur hátíðin farið fram í mars, en vegna mikillar aðsóknar ferðamanna í bæinn á þeim tíma reyndist nauðsynlegt að færa hátíðina fram á haust. „Háhyrningar hafa gert sig heimakæra í firðinum á vorin og ferðamönnum hefur fjölgað mikið vegna þessa. Ef þetta gengur vel höldum við hátíðina í nóvember héðan í frá,“ útskýrir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fjöldi verðlaunamynda er sýndur á hátíðinni og ber þar helst að nefna íslensku stuttmyndina Hvalfjörð og írönsku myndina More Than Two Hours. Að auki keppa tíu íslensk tónlistarmyndbönd um titilinn besta íslenska myndbandið. Um tuttugu erlendir leikstjórar munu sækja Northern Wave. „Það er skemmtilegt að margar af þeim myndum sem bárust okkur eru að flakka um flottustu hátíðir heims, fólki þykir greinilega eftirsóknarvert að fá að taka þátt í þessari litlu hátíð í íslensku sjávarplássi,“ segir Dögg. Margaret Glover, sem starfar við London Film School, situr í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Silju Hauksdóttur og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Jim Beckmann og Benedikt Reynisson velja besta tónlistarmyndbandið.
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira