Áhættuleikari í kvikmyndinni Fury, í leikstjórn Davids Ayer, slasaðist við tökur fyrir stuttu. Tímaritið Variety segir frá þessu.
Samkvæmt frétt Variety var áhættuleikarinn stunginn í öxlina og í kjölfarið fluttur á John Radcliffe-sjúkrahúsið í Oxford. Ekkert er vitað um aðdraganda slyssins.
Kvikmyndin Fury gerist á tímum seinni heimstyrjaldarinnar og skartar Brad Pitt, Shia LaBeouf og Logan Lerman í helstu hlutverkum.

