Miðaverð á umspilsleikinn mun ekki hækka meira en um 500 krónur Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2013 00:01 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur unnið hug og hjörtu allra landsmanna. Umspilsleikir eru framundan og því þarf formaðurinn að huga að mörgu. Fréttablaðið/daníel „Við fórum strax í vor í viðræður við Lars Lagerbäck um að halda áfram með liðið og munum eflaust ræða nánar við hann á næstu misserum,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Svíinn var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands þann 14. október árið 2011 og hefur náð hreint mögnuðum árangri með íslenska landsliðið. Ísland komst á þriðjudagskvöldið í umspil um laust sæti á HM í Brasilíu árið 2014 og hefur enginn annar landsliðsþjálfari náð slíkum árangri með karlaliðið. „Þessi árangur er ótrúlegur hjá liðinu. Það er mitt mat að ákveðinn grunnur hafi verið lagður að þessum hóp þegar sú ákvörðun var tekin að láta ákveðna leikmenn spila með U-21 landsliðinu þegar liðið átti möguleika á að komast á Evrópumótið í Danmörku. Sú ákvörðun var vissulega umdeild en eftir á að hyggja rétt.“ Ísland komst á lokamót Evrópukeppni U-21 árs landsliða árið 2011 og fengu nokkrir leikmenn núverandi A-landsliðs ómetanlega reynslu í aðdragandanum og á sjálfu mótinu. Þeir Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru með U-21 landsliðinu á lokamótinu árið 2011 en þeir voru allir í byrjunarliði Íslands gegn Kýpur og Norðmönnum á dögunum.Við erum að færast nær stórmótunum„Það hefur alltaf verið draumur okkar innan sambandsins og sennilega allra Íslendinga að komast í úrslitakeppni stórmóts. Það hvarflaði kannski ekki að mörgum að liðið yrði svona nálægt því en staðreyndin er sú að við erum alltaf að færast nær þessum lokamótum.“ Evrópumótið í Frakklandi árið 2016 verður með breyttu sniði en þá munu 24 taka þátt. Áður hafa aðeins 16 lið komist á mótið. „Eftir því sem landsliðið verður betra verða möguleikar okkar á að komast í lokakeppni óhjákvæmilega meiri. Það verða að öllum líkindum níu riðlar í undankeppni Evrópumótsins árið 2016 og líklega fara tvö efstu liðin beint á lokamótið og þriðja sætið gefur umspilsrétt.“ Knattspyrna í heiminum veltir gríðarlegum fjármunum á ári hverju en tryggði KSÍ sér einhverjar tekjur á því að komast í umspilið um sætið á HM í Brasilíu? „Við fáum engar tekjur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu vegna þessara leikja og engar tekjur vegna sjónvarpsréttar en umspil er hluti af þeim samningi sem við gerðum við núverandi rétthafa, Sport Five.“Miðaverðið áfram sanngjarnt Miðaverð á landsleiki Íslands hefur verið með sanngjörnu móti í núverandi undankeppni en verðið hefur verið frá 1.500 krónum upp í 3.500 krónur í forsölu. „Við höfum tekið þá ákvörðun að undanförnu að vera sanngjarnir varðandi miðaverð. Miðaverðið á umspilsleikina hefur ekki verið rætt en það mun aldrei koma til gríðarlegrar hækkunar, kannski einhverjar 500 krónur.“ Umspilsleikir Íslands um sætið á HM í Brasilíu fara fram þann 15. og 19. nóvember en leikið verður á Laugardalsvelli á öðrum hvorum deginum. Völlurinn tekur tæplega tíu þúsund manns og verður án efa uppselt á heimaleik Íslands. Hvað er til ráða ef völlurinn verður hreinlega dæmdur óleikhæfur vegna frosts í jörðu? „Við verðum vissulega að skoða þann möguleika. Fyrsta sanngirniskrafa okkar yrði þá að láta færa leikinn á annan dag en ég mun funda með starfsmönnum FIFA í Zürich í næstu viku og ræða þar alla möguleika. Það hefur alltaf verið á stefnuskránni að leggja hitakerfi undir völlinn en hann hefur samt sem áður verið í frábæru standi undanfarin ár.“Einn milljarður undir Takist Íslandi að komast á lokamótið í Brasilíu eftir umspil mun Knattspyrnusamband Íslands fá gríðarlega háa fjárhæð frá FIFA fyrir vikið en upphæðin er samt sem áður óljós. „Við viljum helst halda okkar við umræðu um íþróttina sjálfa innan sambandsins og lítið ræða peningamál en ég get samt sem áður sagt að þau lið sem féllu úr leik í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku árið 2010 fengu öll níu milljónir Bandaríkjadala.“ Níu milljónir dala eru rúmlega einn milljarður íslenskra króna og því mikið undir. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
„Við fórum strax í vor í viðræður við Lars Lagerbäck um að halda áfram með liðið og munum eflaust ræða nánar við hann á næstu misserum,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Svíinn var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands þann 14. október árið 2011 og hefur náð hreint mögnuðum árangri með íslenska landsliðið. Ísland komst á þriðjudagskvöldið í umspil um laust sæti á HM í Brasilíu árið 2014 og hefur enginn annar landsliðsþjálfari náð slíkum árangri með karlaliðið. „Þessi árangur er ótrúlegur hjá liðinu. Það er mitt mat að ákveðinn grunnur hafi verið lagður að þessum hóp þegar sú ákvörðun var tekin að láta ákveðna leikmenn spila með U-21 landsliðinu þegar liðið átti möguleika á að komast á Evrópumótið í Danmörku. Sú ákvörðun var vissulega umdeild en eftir á að hyggja rétt.“ Ísland komst á lokamót Evrópukeppni U-21 árs landsliða árið 2011 og fengu nokkrir leikmenn núverandi A-landsliðs ómetanlega reynslu í aðdragandanum og á sjálfu mótinu. Þeir Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru með U-21 landsliðinu á lokamótinu árið 2011 en þeir voru allir í byrjunarliði Íslands gegn Kýpur og Norðmönnum á dögunum.Við erum að færast nær stórmótunum„Það hefur alltaf verið draumur okkar innan sambandsins og sennilega allra Íslendinga að komast í úrslitakeppni stórmóts. Það hvarflaði kannski ekki að mörgum að liðið yrði svona nálægt því en staðreyndin er sú að við erum alltaf að færast nær þessum lokamótum.“ Evrópumótið í Frakklandi árið 2016 verður með breyttu sniði en þá munu 24 taka þátt. Áður hafa aðeins 16 lið komist á mótið. „Eftir því sem landsliðið verður betra verða möguleikar okkar á að komast í lokakeppni óhjákvæmilega meiri. Það verða að öllum líkindum níu riðlar í undankeppni Evrópumótsins árið 2016 og líklega fara tvö efstu liðin beint á lokamótið og þriðja sætið gefur umspilsrétt.“ Knattspyrna í heiminum veltir gríðarlegum fjármunum á ári hverju en tryggði KSÍ sér einhverjar tekjur á því að komast í umspilið um sætið á HM í Brasilíu? „Við fáum engar tekjur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu vegna þessara leikja og engar tekjur vegna sjónvarpsréttar en umspil er hluti af þeim samningi sem við gerðum við núverandi rétthafa, Sport Five.“Miðaverðið áfram sanngjarnt Miðaverð á landsleiki Íslands hefur verið með sanngjörnu móti í núverandi undankeppni en verðið hefur verið frá 1.500 krónum upp í 3.500 krónur í forsölu. „Við höfum tekið þá ákvörðun að undanförnu að vera sanngjarnir varðandi miðaverð. Miðaverðið á umspilsleikina hefur ekki verið rætt en það mun aldrei koma til gríðarlegrar hækkunar, kannski einhverjar 500 krónur.“ Umspilsleikir Íslands um sætið á HM í Brasilíu fara fram þann 15. og 19. nóvember en leikið verður á Laugardalsvelli á öðrum hvorum deginum. Völlurinn tekur tæplega tíu þúsund manns og verður án efa uppselt á heimaleik Íslands. Hvað er til ráða ef völlurinn verður hreinlega dæmdur óleikhæfur vegna frosts í jörðu? „Við verðum vissulega að skoða þann möguleika. Fyrsta sanngirniskrafa okkar yrði þá að láta færa leikinn á annan dag en ég mun funda með starfsmönnum FIFA í Zürich í næstu viku og ræða þar alla möguleika. Það hefur alltaf verið á stefnuskránni að leggja hitakerfi undir völlinn en hann hefur samt sem áður verið í frábæru standi undanfarin ár.“Einn milljarður undir Takist Íslandi að komast á lokamótið í Brasilíu eftir umspil mun Knattspyrnusamband Íslands fá gríðarlega háa fjárhæð frá FIFA fyrir vikið en upphæðin er samt sem áður óljós. „Við viljum helst halda okkar við umræðu um íþróttina sjálfa innan sambandsins og lítið ræða peningamál en ég get samt sem áður sagt að þau lið sem féllu úr leik í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku árið 2010 fengu öll níu milljónir Bandaríkjadala.“ Níu milljónir dala eru rúmlega einn milljarður íslenskra króna og því mikið undir.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu