Ofursunnudagur á Englandi Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2013 10:00 Verður Robin van Persie aftur hetja Man. Utd á sunnudaginn eða ná þeir bláklæddu fram hefnd gegn erkifjendunum? Mynd/NordicPhotos/Getty Fjölmargir áhugaverðir leikir fara fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sá stærsti er án efa slagurinn um Manchester-borg er heimamenn í City taka á móti leikmönnum United klukkan 15.00 á morgun. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið magnaðir og muna margir eftir sigurmarki Robin van Persie í uppbótartíma þegar Englandsmeistararnir unnu ótrúlegan sigur, 3-2, á Manchester City einmitt á Etihad-vellinum. Framherjinn setti boltann laglega í netið beint úr aukaspyrnu og slökkti í stuðningsmönnum heimaliðsins.Rooney mikið í umræðunni Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur verið mikið í umræðunni á tímabilinu en hann vildi fara frá United í sumar. Leikmaðurinn hefur verið að spila vel í upphafi mótsins en Rooney skoraði tvö mörk fyrir Rauðu djöflana í leiknum fyrir tæpu ári. „Wayne Rooney hefur verið magnaður fyrir okkur á þessari leiktíð. Hann hefur æft vel og hefur sýnt öllum hversu mikill atvinnumaður hann er,“ sagði David Moyes, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í gær. „Þetta er þriðji stórleikur okkur á tímabilinu og álagið á okkur hefur verið gríðarlegt. Nágrannaslagir eru alltaf skemmtilegir og ég upplifði marga slíka þegar ég stýrði Everton. Ég veit vel hversu mikilvægir þessir leikir eru fyrir stuðningsmenn okkar“. Bæði lið hafa unnið tvo leiki, tapað einum og gert eitt jafntefli. „Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að vinna í Meistaradeildinni í vikunni og það veitti liðinu það sjálfstraust sem hefur vantað,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, á blaðamannafundi í gær. Liðið vann auðveldan sigur á Viktoria Plzen ytra 3-0 á þriðjudagskvöld. „Vincent Kompany hefur verið að æfa vel í vikunni og verður líklega klár í slaginn,“ sagði Pellegrini. Fyrirliðinn hefur verið meiddur, sem hefur haft slæm áhrif á varnarleikinn. Knattspyrnusérfræðingar í heiminum spá þessum tveimur liðum velgengni á tímabilinu og getur vel farið svo að nágrannarnir berjist á ný um enska meistaratitilinn. Það er mikilvægt að gefa tóninn og sýna hver er í raun stóri bróðir í Manchester, þeir rauðu eða þeir bláu.Íslendingaslagur í Cardiff Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, og Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, mætast á Cardiff City-vellinum í Wales á sunnudaginn. Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með níu stig og hefur liðið farið vel af stað í deildinni. Gylfi Þór skoraði tvö mörk fyrir lið sitt í síðasta deildarleik gegn Norwich og hefur verið sjóðandi heitur bæði með íslenska landsliðinu og Lundúnaliðinu. Aron Einar skoraði fyrsta mark Cardiff í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni en landsliðsfyrirliðinn náði þeim merka áfanga þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Manchester City 3-2 í annarri umferð. Borgarslagur og Íslendingaslagur fram undan á morgun. Hér til hliðar má sjá leiki helgarinnar í enska boltanum og á hvaða stöðum þeir eru sýndir Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Fjölmargir áhugaverðir leikir fara fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sá stærsti er án efa slagurinn um Manchester-borg er heimamenn í City taka á móti leikmönnum United klukkan 15.00 á morgun. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið magnaðir og muna margir eftir sigurmarki Robin van Persie í uppbótartíma þegar Englandsmeistararnir unnu ótrúlegan sigur, 3-2, á Manchester City einmitt á Etihad-vellinum. Framherjinn setti boltann laglega í netið beint úr aukaspyrnu og slökkti í stuðningsmönnum heimaliðsins.Rooney mikið í umræðunni Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur verið mikið í umræðunni á tímabilinu en hann vildi fara frá United í sumar. Leikmaðurinn hefur verið að spila vel í upphafi mótsins en Rooney skoraði tvö mörk fyrir Rauðu djöflana í leiknum fyrir tæpu ári. „Wayne Rooney hefur verið magnaður fyrir okkur á þessari leiktíð. Hann hefur æft vel og hefur sýnt öllum hversu mikill atvinnumaður hann er,“ sagði David Moyes, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í gær. „Þetta er þriðji stórleikur okkur á tímabilinu og álagið á okkur hefur verið gríðarlegt. Nágrannaslagir eru alltaf skemmtilegir og ég upplifði marga slíka þegar ég stýrði Everton. Ég veit vel hversu mikilvægir þessir leikir eru fyrir stuðningsmenn okkar“. Bæði lið hafa unnið tvo leiki, tapað einum og gert eitt jafntefli. „Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að vinna í Meistaradeildinni í vikunni og það veitti liðinu það sjálfstraust sem hefur vantað,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, á blaðamannafundi í gær. Liðið vann auðveldan sigur á Viktoria Plzen ytra 3-0 á þriðjudagskvöld. „Vincent Kompany hefur verið að æfa vel í vikunni og verður líklega klár í slaginn,“ sagði Pellegrini. Fyrirliðinn hefur verið meiddur, sem hefur haft slæm áhrif á varnarleikinn. Knattspyrnusérfræðingar í heiminum spá þessum tveimur liðum velgengni á tímabilinu og getur vel farið svo að nágrannarnir berjist á ný um enska meistaratitilinn. Það er mikilvægt að gefa tóninn og sýna hver er í raun stóri bróðir í Manchester, þeir rauðu eða þeir bláu.Íslendingaslagur í Cardiff Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, og Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, mætast á Cardiff City-vellinum í Wales á sunnudaginn. Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með níu stig og hefur liðið farið vel af stað í deildinni. Gylfi Þór skoraði tvö mörk fyrir lið sitt í síðasta deildarleik gegn Norwich og hefur verið sjóðandi heitur bæði með íslenska landsliðinu og Lundúnaliðinu. Aron Einar skoraði fyrsta mark Cardiff í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni en landsliðsfyrirliðinn náði þeim merka áfanga þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Manchester City 3-2 í annarri umferð. Borgarslagur og Íslendingaslagur fram undan á morgun. Hér til hliðar má sjá leiki helgarinnar í enska boltanum og á hvaða stöðum þeir eru sýndir
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira