Ofursunnudagur á Englandi Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2013 10:00 Verður Robin van Persie aftur hetja Man. Utd á sunnudaginn eða ná þeir bláklæddu fram hefnd gegn erkifjendunum? Mynd/NordicPhotos/Getty Fjölmargir áhugaverðir leikir fara fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sá stærsti er án efa slagurinn um Manchester-borg er heimamenn í City taka á móti leikmönnum United klukkan 15.00 á morgun. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið magnaðir og muna margir eftir sigurmarki Robin van Persie í uppbótartíma þegar Englandsmeistararnir unnu ótrúlegan sigur, 3-2, á Manchester City einmitt á Etihad-vellinum. Framherjinn setti boltann laglega í netið beint úr aukaspyrnu og slökkti í stuðningsmönnum heimaliðsins.Rooney mikið í umræðunni Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur verið mikið í umræðunni á tímabilinu en hann vildi fara frá United í sumar. Leikmaðurinn hefur verið að spila vel í upphafi mótsins en Rooney skoraði tvö mörk fyrir Rauðu djöflana í leiknum fyrir tæpu ári. „Wayne Rooney hefur verið magnaður fyrir okkur á þessari leiktíð. Hann hefur æft vel og hefur sýnt öllum hversu mikill atvinnumaður hann er,“ sagði David Moyes, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í gær. „Þetta er þriðji stórleikur okkur á tímabilinu og álagið á okkur hefur verið gríðarlegt. Nágrannaslagir eru alltaf skemmtilegir og ég upplifði marga slíka þegar ég stýrði Everton. Ég veit vel hversu mikilvægir þessir leikir eru fyrir stuðningsmenn okkar“. Bæði lið hafa unnið tvo leiki, tapað einum og gert eitt jafntefli. „Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að vinna í Meistaradeildinni í vikunni og það veitti liðinu það sjálfstraust sem hefur vantað,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, á blaðamannafundi í gær. Liðið vann auðveldan sigur á Viktoria Plzen ytra 3-0 á þriðjudagskvöld. „Vincent Kompany hefur verið að æfa vel í vikunni og verður líklega klár í slaginn,“ sagði Pellegrini. Fyrirliðinn hefur verið meiddur, sem hefur haft slæm áhrif á varnarleikinn. Knattspyrnusérfræðingar í heiminum spá þessum tveimur liðum velgengni á tímabilinu og getur vel farið svo að nágrannarnir berjist á ný um enska meistaratitilinn. Það er mikilvægt að gefa tóninn og sýna hver er í raun stóri bróðir í Manchester, þeir rauðu eða þeir bláu.Íslendingaslagur í Cardiff Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, og Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, mætast á Cardiff City-vellinum í Wales á sunnudaginn. Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með níu stig og hefur liðið farið vel af stað í deildinni. Gylfi Þór skoraði tvö mörk fyrir lið sitt í síðasta deildarleik gegn Norwich og hefur verið sjóðandi heitur bæði með íslenska landsliðinu og Lundúnaliðinu. Aron Einar skoraði fyrsta mark Cardiff í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni en landsliðsfyrirliðinn náði þeim merka áfanga þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Manchester City 3-2 í annarri umferð. Borgarslagur og Íslendingaslagur fram undan á morgun. Hér til hliðar má sjá leiki helgarinnar í enska boltanum og á hvaða stöðum þeir eru sýndir Enski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Sjá meira
Fjölmargir áhugaverðir leikir fara fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sá stærsti er án efa slagurinn um Manchester-borg er heimamenn í City taka á móti leikmönnum United klukkan 15.00 á morgun. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið magnaðir og muna margir eftir sigurmarki Robin van Persie í uppbótartíma þegar Englandsmeistararnir unnu ótrúlegan sigur, 3-2, á Manchester City einmitt á Etihad-vellinum. Framherjinn setti boltann laglega í netið beint úr aukaspyrnu og slökkti í stuðningsmönnum heimaliðsins.Rooney mikið í umræðunni Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur verið mikið í umræðunni á tímabilinu en hann vildi fara frá United í sumar. Leikmaðurinn hefur verið að spila vel í upphafi mótsins en Rooney skoraði tvö mörk fyrir Rauðu djöflana í leiknum fyrir tæpu ári. „Wayne Rooney hefur verið magnaður fyrir okkur á þessari leiktíð. Hann hefur æft vel og hefur sýnt öllum hversu mikill atvinnumaður hann er,“ sagði David Moyes, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í gær. „Þetta er þriðji stórleikur okkur á tímabilinu og álagið á okkur hefur verið gríðarlegt. Nágrannaslagir eru alltaf skemmtilegir og ég upplifði marga slíka þegar ég stýrði Everton. Ég veit vel hversu mikilvægir þessir leikir eru fyrir stuðningsmenn okkar“. Bæði lið hafa unnið tvo leiki, tapað einum og gert eitt jafntefli. „Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að vinna í Meistaradeildinni í vikunni og það veitti liðinu það sjálfstraust sem hefur vantað,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, á blaðamannafundi í gær. Liðið vann auðveldan sigur á Viktoria Plzen ytra 3-0 á þriðjudagskvöld. „Vincent Kompany hefur verið að æfa vel í vikunni og verður líklega klár í slaginn,“ sagði Pellegrini. Fyrirliðinn hefur verið meiddur, sem hefur haft slæm áhrif á varnarleikinn. Knattspyrnusérfræðingar í heiminum spá þessum tveimur liðum velgengni á tímabilinu og getur vel farið svo að nágrannarnir berjist á ný um enska meistaratitilinn. Það er mikilvægt að gefa tóninn og sýna hver er í raun stóri bróðir í Manchester, þeir rauðu eða þeir bláu.Íslendingaslagur í Cardiff Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, og Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, mætast á Cardiff City-vellinum í Wales á sunnudaginn. Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með níu stig og hefur liðið farið vel af stað í deildinni. Gylfi Þór skoraði tvö mörk fyrir lið sitt í síðasta deildarleik gegn Norwich og hefur verið sjóðandi heitur bæði með íslenska landsliðinu og Lundúnaliðinu. Aron Einar skoraði fyrsta mark Cardiff í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni en landsliðsfyrirliðinn náði þeim merka áfanga þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Manchester City 3-2 í annarri umferð. Borgarslagur og Íslendingaslagur fram undan á morgun. Hér til hliðar má sjá leiki helgarinnar í enska boltanum og á hvaða stöðum þeir eru sýndir
Enski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Sjá meira