Blogg með skeggjuðum Íslendingum Ása Ottesen skrifar 16. september 2013 09:15 Patrick Moriearty kom til Íslands sem skiptinemi og byrjaði í framhaldinu að blogga um íslensk skegg. MYND/EINKASAFN „Ég eyddi miklum tíma á kaffihúsum og börum og tók eftir því hversu margir karlmenn höfðu víkingaútlit,“ segir ljósmyndarinn og neminn Patrick Moriearty, sem heldur úti bloggsíðunni Beards In Iceland. Á síðunni birtir hann myndir af skeggjuðum, íslenskum karlmönnum. „Ég spurði þá hvort ég mætti taka andlitsmynd af þeim, og þá aðallega af skegginu, og flestir tóku mjög vel í það. Áður en ég vissi var ég kominn með stórt safn af myndum sem mig langaði til að deila með heiminum og þar með kviknaði hugmyndin að blogginu.“ Moriearty, sem er frá Wisconsin í Bandaríkjunum, kom til Íslands sem skiptinemi árið 2012 og stundaði nám í landafræði við Háskóla Íslands. Þegar hann kom hingað vissi hann lítið um Ísland en varð fljótt hrifinn af landi og þjóð. Aðspurður segir hann íslenska karlmenn frábrugðna karlmönnum frá heimabæ hans. „Karlmenn í Reykjavík eru mun meðvitaðri um tískuna. Þeir hafa einstakan stíl og miðað við þau lönd í Evrópu sem ég hef heimsótt held ég að íslenskir karlmenn eyði mestum tíma af öllum í að hugsa um hár sitt og útlit. Einkennilegast fannst mér hvað Carhartt-úlpur þykja „inn“ í Reykjavík. Í Wisconsin sér maður bara verkamenn, bændur og fólk af lægri stéttum ganga í þessum úlpum,“ segir hann. Moriearty er nýfluttur heim til Wisconsin þar sem hann stefnir á að ljúka námi í landafræði og halda áfram að taka myndir. „Ég ætla að halda áfram með bloggið og stefni á að koma aftur til Íslands innan skamms. Brennivínið fer alveg að klárast svo ég verð eiginlega að komast fljótt aftur,“ segir hann og hlær. Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira
„Ég eyddi miklum tíma á kaffihúsum og börum og tók eftir því hversu margir karlmenn höfðu víkingaútlit,“ segir ljósmyndarinn og neminn Patrick Moriearty, sem heldur úti bloggsíðunni Beards In Iceland. Á síðunni birtir hann myndir af skeggjuðum, íslenskum karlmönnum. „Ég spurði þá hvort ég mætti taka andlitsmynd af þeim, og þá aðallega af skegginu, og flestir tóku mjög vel í það. Áður en ég vissi var ég kominn með stórt safn af myndum sem mig langaði til að deila með heiminum og þar með kviknaði hugmyndin að blogginu.“ Moriearty, sem er frá Wisconsin í Bandaríkjunum, kom til Íslands sem skiptinemi árið 2012 og stundaði nám í landafræði við Háskóla Íslands. Þegar hann kom hingað vissi hann lítið um Ísland en varð fljótt hrifinn af landi og þjóð. Aðspurður segir hann íslenska karlmenn frábrugðna karlmönnum frá heimabæ hans. „Karlmenn í Reykjavík eru mun meðvitaðri um tískuna. Þeir hafa einstakan stíl og miðað við þau lönd í Evrópu sem ég hef heimsótt held ég að íslenskir karlmenn eyði mestum tíma af öllum í að hugsa um hár sitt og útlit. Einkennilegast fannst mér hvað Carhartt-úlpur þykja „inn“ í Reykjavík. Í Wisconsin sér maður bara verkamenn, bændur og fólk af lægri stéttum ganga í þessum úlpum,“ segir hann. Moriearty er nýfluttur heim til Wisconsin þar sem hann stefnir á að ljúka námi í landafræði og halda áfram að taka myndir. „Ég ætla að halda áfram með bloggið og stefni á að koma aftur til Íslands innan skamms. Brennivínið fer alveg að klárast svo ég verð eiginlega að komast fljótt aftur,“ segir hann og hlær.
Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira