Sex stjörnur sem gengu út úr viðtölum 11. september 2013 16:00 nordicphotos/Getty Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira