Verða með pissuflöskur í rútunni Freyr Bjarnason skrifar 4. september 2013 10:00 Rokkararnir í Skálmöld leggja af stað í sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu á fimmtudaginn. Finnska hljómsveitin Finntroll verður aðalnúmerið á tónleikaferðinni en Skálmöld og hin færeyska Týr hita upp. „Við erum að teika Finntroll. Þeir voru að gefa út plötu fyrir tæplega hálfu ári og þetta er útgáfutúr fyrir þá,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld. „Þeir voru á Heidenfest-túrnum sem við spiluðum á 2011 og þá varð okkur mjög vel til vina. Þeir hringdu í okkur og báðu okkur að koma með, sem var náttúrulega geðveikt.“ Finntroll og Týr verða saman í lúxusrútu með klósetti á ferðalaginu en Skálmöld verður í annarri rútu, án klósetts. „Það er búið að fara í apótekið og kaupa hlandflöskur, þannig að þetta er allt í lagi. Þegar allt klikkar þá leggst maður bara á hliðina og pissar,“ segir Snæbjörn og er fúlasta alvara. Þetta verður fyrsta stóra tónleikaferð Skálmaldar um Evrópu í tæp tvö ár. „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Það verður gaman að spila fyrir nýja áhorfendur og stækka aðdáendahópinn.“ Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokkararnir í Skálmöld leggja af stað í sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu á fimmtudaginn. Finnska hljómsveitin Finntroll verður aðalnúmerið á tónleikaferðinni en Skálmöld og hin færeyska Týr hita upp. „Við erum að teika Finntroll. Þeir voru að gefa út plötu fyrir tæplega hálfu ári og þetta er útgáfutúr fyrir þá,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld. „Þeir voru á Heidenfest-túrnum sem við spiluðum á 2011 og þá varð okkur mjög vel til vina. Þeir hringdu í okkur og báðu okkur að koma með, sem var náttúrulega geðveikt.“ Finntroll og Týr verða saman í lúxusrútu með klósetti á ferðalaginu en Skálmöld verður í annarri rútu, án klósetts. „Það er búið að fara í apótekið og kaupa hlandflöskur, þannig að þetta er allt í lagi. Þegar allt klikkar þá leggst maður bara á hliðina og pissar,“ segir Snæbjörn og er fúlasta alvara. Þetta verður fyrsta stóra tónleikaferð Skálmaldar um Evrópu í tæp tvö ár. „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Það verður gaman að spila fyrir nýja áhorfendur og stækka aðdáendahópinn.“
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira