Nýtt Nýtt líf í tilefni 30 ára afmælis Sara McMahon skrifar 22. ágúst 2013 08:00 Ragnar Ísleifur Bragason og Þorsteinn Guðmundsson eru á meðal þeirra er munu talsetja gamanmyndina Nýtt líf upp á nýtt. Fréttablaðið/gva „Þetta er ein klassískasta og besta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Ég hafði ofsalega gaman af henni þegar ég var yngri og þótti karakterarnir skemmtilega asnalegir,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason leikari. Hann tekur þátt í sérstakri grínsýningu á Nýju lífi í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá frumsýningu myndarinnar. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, og fer fram í Tjarnarbíói þann 27. september. Myndin verður talsett upp á nýtt á staðnum og með talsetningu fara meðal annars Ragnar sjálfur og Þorsteinn Guðmundsson leikari. „Myndin verður sem sagt sýnd á tjaldi, án hljóðs, og við sem að þessu komum munum búa til nýjan díalóg fyrir myndina. Einhver atriði verða alveg orðrétt upp úr myndinni en öðrum verður breytt,“ útskýrir Ragnar Ísleifur. Ragnar Ísleifur kann samtöl og senur kvikmyndarinnar utan að og hefur margsinnis þulið hana orðrétt upp á mannamótum. „Ég var eitt sinn staddur á Landsmóti félags framhaldsskólanema og hver skóli átti að vera með skemmtiatriði. Minn skóli hafði ekki undirbúið neitt og það var ákveðið að ég mundi fara með alla myndina – það yrði okkar atriði. Myndin er níutíu mínútur að lengd og sýningin var um hundrað mínútur því leiklýsingar fylgdu einnig. Ég hef síðan endurtekið leikinn við ýmis tækifæri síðan þá.“ Leikstjóri myndarinnar, Þráinn Bertelsson, verður viðstaddur sýninguna og kveðst Ragnar Ísleifur virkilega spenntur fyrir því. „Þráinn og Karl Ágúst [Úlfsson] verða á meðal áhorfenda, sem er mjög skemmtilegt. Ég veit að Þráinn er mjög spenntur fyrir sýningunni,“ segir hann að lokum. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á vefsíðunni Riff.is. Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Þetta er ein klassískasta og besta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Ég hafði ofsalega gaman af henni þegar ég var yngri og þótti karakterarnir skemmtilega asnalegir,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason leikari. Hann tekur þátt í sérstakri grínsýningu á Nýju lífi í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá frumsýningu myndarinnar. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, og fer fram í Tjarnarbíói þann 27. september. Myndin verður talsett upp á nýtt á staðnum og með talsetningu fara meðal annars Ragnar sjálfur og Þorsteinn Guðmundsson leikari. „Myndin verður sem sagt sýnd á tjaldi, án hljóðs, og við sem að þessu komum munum búa til nýjan díalóg fyrir myndina. Einhver atriði verða alveg orðrétt upp úr myndinni en öðrum verður breytt,“ útskýrir Ragnar Ísleifur. Ragnar Ísleifur kann samtöl og senur kvikmyndarinnar utan að og hefur margsinnis þulið hana orðrétt upp á mannamótum. „Ég var eitt sinn staddur á Landsmóti félags framhaldsskólanema og hver skóli átti að vera með skemmtiatriði. Minn skóli hafði ekki undirbúið neitt og það var ákveðið að ég mundi fara með alla myndina – það yrði okkar atriði. Myndin er níutíu mínútur að lengd og sýningin var um hundrað mínútur því leiklýsingar fylgdu einnig. Ég hef síðan endurtekið leikinn við ýmis tækifæri síðan þá.“ Leikstjóri myndarinnar, Þráinn Bertelsson, verður viðstaddur sýninguna og kveðst Ragnar Ísleifur virkilega spenntur fyrir því. „Þráinn og Karl Ágúst [Úlfsson] verða á meðal áhorfenda, sem er mjög skemmtilegt. Ég veit að Þráinn er mjög spenntur fyrir sýningunni,“ segir hann að lokum. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á vefsíðunni Riff.is.
Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira