Flóttamennirnir þrír Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 21:00 Gareth Bale Aldur: 24 ára Félag: Tottenham Hotspur 203 leikir 56 mörk 58 stoðsendingar Verðmiði: 100 milljónir punda Nordicphotos/Getty Þegar aðeins vika er í að flautað verði til leiks í ensku úrvalsdeildinni eiga mest spennandi leikmaður Bretlands, sá umdeildasti og von enska landsliðsins í deilum við vinnuveitendur sína. Gareth Bale, Luis Suarez og Wayne Rooney vilja allir yfirgefa félög sín fyrir grasið græna hinum megin við lækinn. Allir hafa verið fjarri góðu gamni á undirbúningstímabilinu og ýmist sagðir meiddir, ekki í réttu standi eða hreinlega meinað að æfa með aðalliðinu. Gareth Bale, efnilegasti og besti leikmaður síðasta tímabils, vill komast til Real Madrid. Spænski risinn er búinn að planta stjörnum í augu velska kantmannsins sem vill komast í sólina í höfuðborg Spánar. 100 milljónir punda er verðmiðinn á Bale, sem yrði að dýrasta leikmanni í sögunni. Töluvert dýrari en Cristiano Ronaldo sem yfirgaf Manchester United fyrir spænska félagið sumarið 2009 eftir ekki ósvipaðan aðdraganda. Hvers vegna vill Bale fara til Real Madrid? Jú, hann vill spila í Meistaradeild Evrópu. Ef Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham myndi leita ráða hjá Luis Suarez, framherja Liverpool, yrði svarið einfalt: „Leyfðu honum að fara.“Luis Suarez Aldur: 26 ára Félag: Liverpool 96 leikir 51 mark 29 stoðsendingar Verðmiði: 50 milljónir pundanordicphotos/GettySuarez, sem líkt og Bale framlengdi samning sinn við núverandi félag sitt á síðasta ári, vill nefnilega sjálfur komast í burtu frá Liverpool. Meistaradeildarfótbolti er einnig afsökun vikunnar hjá Úrúgvæjanum en áður var ósanngjörnum blaðamönnum um að kenna. Fleira mætti telja til hjá framherjanum sem ómögulegt er að segja á hverju tekur upp á. Liverpool hefur staðið með óþekktarorminum í gegnum storma og hríðir. Kynþáttafordómar í garð andstæðings og tannárás er meðal þess sem Suarez hefur verið dæmdur í leikbann fyrir í ensku úrvalsdeildinni. Tennurnar höfðu áður verið notaðar í reiðikasti í leik með Ajax í Hollandi. Að læra af reynslunni hefur ekki verið sterkasta hlið Suarez. Úrúgvæinn verður einmitt í leikbanni í fyrstu fimm leikjum Liverpool í deildinni fyrir að hafa bitið Branislav Ivanovic fyrir framan hörðustu stuðningsmenn Liverpool í leik gegn Chelsea í vor. Nýjasta útspil Suarez, fullyrðingar um loforð frá því í vetur um að mega yfirgefa félagið í sumar, var þó kornið sem fyllti mælinn hjá knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. Norður-Írinn sagði Suarez hafa gengið of langt og sýnt félaginu og öðrum leikmönnum óvirðingu. Enginn leikmaður væri stærri en félagið. Nú æfir Suarez einn og fullkomlega óvíst um framhaldið. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó almennt öðlast aukna trú og virðingu á sínum unga stjóra eftir viðbrögð hans við nýjustu kröfum Suarez.Wayne Rooney Aldur: 27 ára Félag: Manchester United 402 leikir 197 mörk 102 stoðsendingar Verðmiði: 40+ milljónir pundaDavid Moyes, nýr stjóri Manchester United, glímir við svipað vandamál. Wayne Rooney, oft talinn fulltrúi Englands í hópi fremstu knattspyrnumanna heimsins, vill komast burt. Ekki í fyrsta skiptið. Félagið sem virðist leiða kapphlaupið um hann er einn aðalkeppinautur United í úrvalsdeildinni, Chelsea. Jose Mourinho er mættur aftur á Stamford Bridge. Nái hann að næla í Rooney væri stór sigur unninn. Félagaskiptin yrðu mikið áfall fyrir United og sérstaklega Moyes. Skotinn er nýtekinn við 27 ára búi Sir Alex Ferguson og hefur um nóg að hugsa. Illa hefur gengið á undirbúningstímabilinu og stuðningsmenn liðsins eru áhyggjufullir. Nú fylgist heimsbyggðin með hvernig Moyes tekst að meðhöndla stjörnurnar í búningsklefanum og fýldan stjörnuframherja liðsins. Moyes þurfti að horfa á eftir Rooney, þá átján ára og efnilegasta leikmanni ensku þjóðarinnar, til United sumarið 2004. Missi Moyes Rooney aftur úr höndum sér mun það vafalítið setja stórt strik í reikning titilvarnarinnar sem fram undan er. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Þegar aðeins vika er í að flautað verði til leiks í ensku úrvalsdeildinni eiga mest spennandi leikmaður Bretlands, sá umdeildasti og von enska landsliðsins í deilum við vinnuveitendur sína. Gareth Bale, Luis Suarez og Wayne Rooney vilja allir yfirgefa félög sín fyrir grasið græna hinum megin við lækinn. Allir hafa verið fjarri góðu gamni á undirbúningstímabilinu og ýmist sagðir meiddir, ekki í réttu standi eða hreinlega meinað að æfa með aðalliðinu. Gareth Bale, efnilegasti og besti leikmaður síðasta tímabils, vill komast til Real Madrid. Spænski risinn er búinn að planta stjörnum í augu velska kantmannsins sem vill komast í sólina í höfuðborg Spánar. 100 milljónir punda er verðmiðinn á Bale, sem yrði að dýrasta leikmanni í sögunni. Töluvert dýrari en Cristiano Ronaldo sem yfirgaf Manchester United fyrir spænska félagið sumarið 2009 eftir ekki ósvipaðan aðdraganda. Hvers vegna vill Bale fara til Real Madrid? Jú, hann vill spila í Meistaradeild Evrópu. Ef Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham myndi leita ráða hjá Luis Suarez, framherja Liverpool, yrði svarið einfalt: „Leyfðu honum að fara.“Luis Suarez Aldur: 26 ára Félag: Liverpool 96 leikir 51 mark 29 stoðsendingar Verðmiði: 50 milljónir pundanordicphotos/GettySuarez, sem líkt og Bale framlengdi samning sinn við núverandi félag sitt á síðasta ári, vill nefnilega sjálfur komast í burtu frá Liverpool. Meistaradeildarfótbolti er einnig afsökun vikunnar hjá Úrúgvæjanum en áður var ósanngjörnum blaðamönnum um að kenna. Fleira mætti telja til hjá framherjanum sem ómögulegt er að segja á hverju tekur upp á. Liverpool hefur staðið með óþekktarorminum í gegnum storma og hríðir. Kynþáttafordómar í garð andstæðings og tannárás er meðal þess sem Suarez hefur verið dæmdur í leikbann fyrir í ensku úrvalsdeildinni. Tennurnar höfðu áður verið notaðar í reiðikasti í leik með Ajax í Hollandi. Að læra af reynslunni hefur ekki verið sterkasta hlið Suarez. Úrúgvæinn verður einmitt í leikbanni í fyrstu fimm leikjum Liverpool í deildinni fyrir að hafa bitið Branislav Ivanovic fyrir framan hörðustu stuðningsmenn Liverpool í leik gegn Chelsea í vor. Nýjasta útspil Suarez, fullyrðingar um loforð frá því í vetur um að mega yfirgefa félagið í sumar, var þó kornið sem fyllti mælinn hjá knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. Norður-Írinn sagði Suarez hafa gengið of langt og sýnt félaginu og öðrum leikmönnum óvirðingu. Enginn leikmaður væri stærri en félagið. Nú æfir Suarez einn og fullkomlega óvíst um framhaldið. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó almennt öðlast aukna trú og virðingu á sínum unga stjóra eftir viðbrögð hans við nýjustu kröfum Suarez.Wayne Rooney Aldur: 27 ára Félag: Manchester United 402 leikir 197 mörk 102 stoðsendingar Verðmiði: 40+ milljónir pundaDavid Moyes, nýr stjóri Manchester United, glímir við svipað vandamál. Wayne Rooney, oft talinn fulltrúi Englands í hópi fremstu knattspyrnumanna heimsins, vill komast burt. Ekki í fyrsta skiptið. Félagið sem virðist leiða kapphlaupið um hann er einn aðalkeppinautur United í úrvalsdeildinni, Chelsea. Jose Mourinho er mættur aftur á Stamford Bridge. Nái hann að næla í Rooney væri stór sigur unninn. Félagaskiptin yrðu mikið áfall fyrir United og sérstaklega Moyes. Skotinn er nýtekinn við 27 ára búi Sir Alex Ferguson og hefur um nóg að hugsa. Illa hefur gengið á undirbúningstímabilinu og stuðningsmenn liðsins eru áhyggjufullir. Nú fylgist heimsbyggðin með hvernig Moyes tekst að meðhöndla stjörnurnar í búningsklefanum og fýldan stjörnuframherja liðsins. Moyes þurfti að horfa á eftir Rooney, þá átján ára og efnilegasta leikmanni ensku þjóðarinnar, til United sumarið 2004. Missi Moyes Rooney aftur úr höndum sér mun það vafalítið setja stórt strik í reikning titilvarnarinnar sem fram undan er.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira