Leggja til gervieyjar gegn mávaplágunni í borginni Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 10:00 Einar Ólafur Þórðarson náttúrufræðingur segir hvimleitt að hafa máva í svona ofboðslega miklu magni við Tjörnina. fréttablaðið/stefán Danska fuglaverndarfélagið, Dansk Ornitologisk Forening, segir hægt að búa í haginn fyrir máva í borgum þannig að ekki verði árekstrar milli þeirra og íbúa í stórum hafnarborgum þar sem hafnarsvæði hefur verið breytt í íbúðarhúsnæði, skrifstofur og verslanir. Félagið leggur til að búnar verði til gervieyjar, gömlum sílóum breytt í fuglafjöll eða útbúin sérstök varpsvæði fyrir máva, kríur og vaðfugla sem verði afgirt. Þannig geti borgarbúar fengið innsýn í fjölskyldulíf fuglanna. Í frétt á vef Jyllands-Posten vitnar formaður félagsins, Egon Østergaard, í aðgerðir í Bretlandi þar sem sérstaklega hönnuð varpsvæði virki eins og segull á fuglana. Slík varpsvæði séu betri lausn heldur en tilraunir til að koma í veg fyrir varp þeirra ár eftir ár á flötum húsþökum í borgum. „Þetta eru áhugaverðar tillögur en þeir eru að fást við vandamál sem eru ólík okkar. Mávum hefur fjölgað óskaplega mikið alla síðustu öld og í Danmörku og Bretlandi hafa mávarnir gengið skrefinu lengra en hér þar sem þeir verpa á þökum í stórum stíl,“ segir Einar Ólafur Þorleifsson náttúrufræðingur. Nú er mávum hins vegar farið að fækka vegna minna framboðs á fæðu, að því er Einar bendir á. „Frágangur á sorphaugum er að verða betri og fiskúrgangur er ekki jafnaðgengilegur. Mávarnir verða þess vegna aðgangsharðari inni í borgum og bæjum. Þeir eru bara að reyna að bjarga sér. En þótt ætið sem fylgir nútímamenningu lokki þá inn í borgirnar er það ekki nóg og það er alveg ljóst að þeim mun halda áfram að fækka á komandi árum.“ Einar tekur það þó fram að atgangur máva við Tjörnina sé vandamál. „Það hefur verið bent á ýmsar lausnir eins og til dæmis að planta víðirunnum við bakkana sem endurnar geti forðað sér í með ungana þegar mávarnir gera atlögu. Mér líst heldur ekki illa á tillögur Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa um að tína reglulega egg undan mávunum í varpinu í eyjunum við Reykjavík. Það myndi hugsanlega duga til að þeir hættu að verpa í Akurey, Engey og Viðey. Það er hvimleitt að hafa þá í svona ofboðslega miklu magni við Tjörnina eða sveimandi yfir grillmat borgarbúa. Að mati Einars mætti vel hugsa sér að útbúa einhverja staði þar sem mávar fengju að vera í friði til þess að þeir verði ekki á sífelldum vergangi, eins og hann orðar það. „Við viljum ekki að allir mávar hverfi. Það mætti kannski hugsa sér slíkan stað á Geldinganesi eða í Þerney.“ Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Danska fuglaverndarfélagið, Dansk Ornitologisk Forening, segir hægt að búa í haginn fyrir máva í borgum þannig að ekki verði árekstrar milli þeirra og íbúa í stórum hafnarborgum þar sem hafnarsvæði hefur verið breytt í íbúðarhúsnæði, skrifstofur og verslanir. Félagið leggur til að búnar verði til gervieyjar, gömlum sílóum breytt í fuglafjöll eða útbúin sérstök varpsvæði fyrir máva, kríur og vaðfugla sem verði afgirt. Þannig geti borgarbúar fengið innsýn í fjölskyldulíf fuglanna. Í frétt á vef Jyllands-Posten vitnar formaður félagsins, Egon Østergaard, í aðgerðir í Bretlandi þar sem sérstaklega hönnuð varpsvæði virki eins og segull á fuglana. Slík varpsvæði séu betri lausn heldur en tilraunir til að koma í veg fyrir varp þeirra ár eftir ár á flötum húsþökum í borgum. „Þetta eru áhugaverðar tillögur en þeir eru að fást við vandamál sem eru ólík okkar. Mávum hefur fjölgað óskaplega mikið alla síðustu öld og í Danmörku og Bretlandi hafa mávarnir gengið skrefinu lengra en hér þar sem þeir verpa á þökum í stórum stíl,“ segir Einar Ólafur Þorleifsson náttúrufræðingur. Nú er mávum hins vegar farið að fækka vegna minna framboðs á fæðu, að því er Einar bendir á. „Frágangur á sorphaugum er að verða betri og fiskúrgangur er ekki jafnaðgengilegur. Mávarnir verða þess vegna aðgangsharðari inni í borgum og bæjum. Þeir eru bara að reyna að bjarga sér. En þótt ætið sem fylgir nútímamenningu lokki þá inn í borgirnar er það ekki nóg og það er alveg ljóst að þeim mun halda áfram að fækka á komandi árum.“ Einar tekur það þó fram að atgangur máva við Tjörnina sé vandamál. „Það hefur verið bent á ýmsar lausnir eins og til dæmis að planta víðirunnum við bakkana sem endurnar geti forðað sér í með ungana þegar mávarnir gera atlögu. Mér líst heldur ekki illa á tillögur Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa um að tína reglulega egg undan mávunum í varpinu í eyjunum við Reykjavík. Það myndi hugsanlega duga til að þeir hættu að verpa í Akurey, Engey og Viðey. Það er hvimleitt að hafa þá í svona ofboðslega miklu magni við Tjörnina eða sveimandi yfir grillmat borgarbúa. Að mati Einars mætti vel hugsa sér að útbúa einhverja staði þar sem mávar fengju að vera í friði til þess að þeir verði ekki á sífelldum vergangi, eins og hann orðar það. „Við viljum ekki að allir mávar hverfi. Það mætti kannski hugsa sér slíkan stað á Geldinganesi eða í Þerney.“
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira