Leggja til gervieyjar gegn mávaplágunni í borginni Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 10:00 Einar Ólafur Þórðarson náttúrufræðingur segir hvimleitt að hafa máva í svona ofboðslega miklu magni við Tjörnina. fréttablaðið/stefán Danska fuglaverndarfélagið, Dansk Ornitologisk Forening, segir hægt að búa í haginn fyrir máva í borgum þannig að ekki verði árekstrar milli þeirra og íbúa í stórum hafnarborgum þar sem hafnarsvæði hefur verið breytt í íbúðarhúsnæði, skrifstofur og verslanir. Félagið leggur til að búnar verði til gervieyjar, gömlum sílóum breytt í fuglafjöll eða útbúin sérstök varpsvæði fyrir máva, kríur og vaðfugla sem verði afgirt. Þannig geti borgarbúar fengið innsýn í fjölskyldulíf fuglanna. Í frétt á vef Jyllands-Posten vitnar formaður félagsins, Egon Østergaard, í aðgerðir í Bretlandi þar sem sérstaklega hönnuð varpsvæði virki eins og segull á fuglana. Slík varpsvæði séu betri lausn heldur en tilraunir til að koma í veg fyrir varp þeirra ár eftir ár á flötum húsþökum í borgum. „Þetta eru áhugaverðar tillögur en þeir eru að fást við vandamál sem eru ólík okkar. Mávum hefur fjölgað óskaplega mikið alla síðustu öld og í Danmörku og Bretlandi hafa mávarnir gengið skrefinu lengra en hér þar sem þeir verpa á þökum í stórum stíl,“ segir Einar Ólafur Þorleifsson náttúrufræðingur. Nú er mávum hins vegar farið að fækka vegna minna framboðs á fæðu, að því er Einar bendir á. „Frágangur á sorphaugum er að verða betri og fiskúrgangur er ekki jafnaðgengilegur. Mávarnir verða þess vegna aðgangsharðari inni í borgum og bæjum. Þeir eru bara að reyna að bjarga sér. En þótt ætið sem fylgir nútímamenningu lokki þá inn í borgirnar er það ekki nóg og það er alveg ljóst að þeim mun halda áfram að fækka á komandi árum.“ Einar tekur það þó fram að atgangur máva við Tjörnina sé vandamál. „Það hefur verið bent á ýmsar lausnir eins og til dæmis að planta víðirunnum við bakkana sem endurnar geti forðað sér í með ungana þegar mávarnir gera atlögu. Mér líst heldur ekki illa á tillögur Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa um að tína reglulega egg undan mávunum í varpinu í eyjunum við Reykjavík. Það myndi hugsanlega duga til að þeir hættu að verpa í Akurey, Engey og Viðey. Það er hvimleitt að hafa þá í svona ofboðslega miklu magni við Tjörnina eða sveimandi yfir grillmat borgarbúa. Að mati Einars mætti vel hugsa sér að útbúa einhverja staði þar sem mávar fengju að vera í friði til þess að þeir verði ekki á sífelldum vergangi, eins og hann orðar það. „Við viljum ekki að allir mávar hverfi. Það mætti kannski hugsa sér slíkan stað á Geldinganesi eða í Þerney.“ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
Danska fuglaverndarfélagið, Dansk Ornitologisk Forening, segir hægt að búa í haginn fyrir máva í borgum þannig að ekki verði árekstrar milli þeirra og íbúa í stórum hafnarborgum þar sem hafnarsvæði hefur verið breytt í íbúðarhúsnæði, skrifstofur og verslanir. Félagið leggur til að búnar verði til gervieyjar, gömlum sílóum breytt í fuglafjöll eða útbúin sérstök varpsvæði fyrir máva, kríur og vaðfugla sem verði afgirt. Þannig geti borgarbúar fengið innsýn í fjölskyldulíf fuglanna. Í frétt á vef Jyllands-Posten vitnar formaður félagsins, Egon Østergaard, í aðgerðir í Bretlandi þar sem sérstaklega hönnuð varpsvæði virki eins og segull á fuglana. Slík varpsvæði séu betri lausn heldur en tilraunir til að koma í veg fyrir varp þeirra ár eftir ár á flötum húsþökum í borgum. „Þetta eru áhugaverðar tillögur en þeir eru að fást við vandamál sem eru ólík okkar. Mávum hefur fjölgað óskaplega mikið alla síðustu öld og í Danmörku og Bretlandi hafa mávarnir gengið skrefinu lengra en hér þar sem þeir verpa á þökum í stórum stíl,“ segir Einar Ólafur Þorleifsson náttúrufræðingur. Nú er mávum hins vegar farið að fækka vegna minna framboðs á fæðu, að því er Einar bendir á. „Frágangur á sorphaugum er að verða betri og fiskúrgangur er ekki jafnaðgengilegur. Mávarnir verða þess vegna aðgangsharðari inni í borgum og bæjum. Þeir eru bara að reyna að bjarga sér. En þótt ætið sem fylgir nútímamenningu lokki þá inn í borgirnar er það ekki nóg og það er alveg ljóst að þeim mun halda áfram að fækka á komandi árum.“ Einar tekur það þó fram að atgangur máva við Tjörnina sé vandamál. „Það hefur verið bent á ýmsar lausnir eins og til dæmis að planta víðirunnum við bakkana sem endurnar geti forðað sér í með ungana þegar mávarnir gera atlögu. Mér líst heldur ekki illa á tillögur Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa um að tína reglulega egg undan mávunum í varpinu í eyjunum við Reykjavík. Það myndi hugsanlega duga til að þeir hættu að verpa í Akurey, Engey og Viðey. Það er hvimleitt að hafa þá í svona ofboðslega miklu magni við Tjörnina eða sveimandi yfir grillmat borgarbúa. Að mati Einars mætti vel hugsa sér að útbúa einhverja staði þar sem mávar fengju að vera í friði til þess að þeir verði ekki á sífelldum vergangi, eins og hann orðar það. „Við viljum ekki að allir mávar hverfi. Það mætti kannski hugsa sér slíkan stað á Geldinganesi eða í Þerney.“
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira