Geislafræðingar vilja geta lifað af daglaunum sínum Þorgils Jónsson skrifar 30. júlí 2013 09:00 Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga, segir stéttina haf setið eftir í kjörum, en tveir af hverjum þremur geislafræðingum við Landspítalann hafa sagt upp störfum og hætta á fimmtudaginn. Meginkrafa geislafræðinga við Landspítalann er sú að geta lifað af launum sínum fyrir venjulega vinnuviku. Þetta segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga í samtali við Fréttablaðið. Geislafræðingar og stjórnendur Landspítala hitta Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í dag til að ræða kjaradeiluna við Landspítalann. Uppsagnir um tveggja af hverjum þremur geislafræðingum við spítalann taka gildi á fimmtudaginn. „Við geislafræðingar höfum verið á lægri launum en aðrar stéttir með sambærilega menntun og viljum fá leiðréttingu á okkar kjörum,“ segir Katrín, en dagvinnulaun geislafræðinga eru að hennar sögn um 300 þúsund krónur. Geislafræði er fjögurra ára háskólanám. „Svo er þetta mjög sérhæft starf og verðmætt sem ætti að okkar mati að meta eftir því,“ segir hún. Annað atriði sem Katrín nefnir er vaktafyrirkomulag sem hún segir afar krefjandi. „Það felur í sér margar bakvaktir og mikið álag sem þýðir að fólk er alltaf að vinna. Við viljum bara 40 stunda vinnuviku eins og aðrir án þess botninn detti úr okkar launum.“ Katrín segist vera bjartsýn um að fundurinn í dag skili nokkrum árangri, þrátt fyrir að málið snúi fyrst og fremst að fjármálaráðuneytinu. „Ef menn fara að skoða málið ættu þeir að sjá að við höfum ýmislegt til okkar máls.“Kristján Þór JúlíussonRáðherra segir í samtali við Fréttablaðið að hann hyggist hitta geislafræðinga og fulltrúa Landspítalans í dag til að glöggva sig á stöðu mála. Hann segist ekki vilja gefa sér að allt fari á versta veg. „Ég bind vonir við að aðilar málsins nái saman. Ég held að það sé öllum fyrir bestu,“ segir hann. „Mín nálgun á þetta mál er að hvetja aðila máls til að leggja sig fram um að ná lendingu og ég er tilbúinn til að leggja þeim lið við það, en fyrst og fremst er þetta útfærsla á stofnanasamningi milli starfsmanna og stjórnenda á Landspítalanum.“ Ekki hefur verið boðað til fleiri funda í deilunni milli geislafræðinga og Landspítalans. Tveir fundir voru haldnir í síðustu viku, en lítið þokaðist í samkomulagsátt. Tvær stéttir hafa þegar fengið hækkun Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga segir að kröfur geislafræðinga miði ekki við aðrar stéttir. Þó má nefna að Landspítalinn hefur á síðustu mánuðum samið um nýja stofnanasamninga við hjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga. Þar fengu félagsmenn hækkun upp á einn til tvo launaflokka sem jafngildir fimm til tíu prósenta launahækkun.Í úttekt fjármálaráðuneytisins frá því fyrr á þessu ári kemur í ljós að meðaltal dagvinnulauna geislafræðinga var um 350.000 í marsmánuði og meðaltal heildarlauna með yfirvinnu og vaktaálagi var 550.000.Á sama tíma var meðaltal dagvinnulauna hjá hjúkrunarfræðingum um 413.000 og meðaltal heildarlauna var um 586.000. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Meginkrafa geislafræðinga við Landspítalann er sú að geta lifað af launum sínum fyrir venjulega vinnuviku. Þetta segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga í samtali við Fréttablaðið. Geislafræðingar og stjórnendur Landspítala hitta Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í dag til að ræða kjaradeiluna við Landspítalann. Uppsagnir um tveggja af hverjum þremur geislafræðingum við spítalann taka gildi á fimmtudaginn. „Við geislafræðingar höfum verið á lægri launum en aðrar stéttir með sambærilega menntun og viljum fá leiðréttingu á okkar kjörum,“ segir Katrín, en dagvinnulaun geislafræðinga eru að hennar sögn um 300 þúsund krónur. Geislafræði er fjögurra ára háskólanám. „Svo er þetta mjög sérhæft starf og verðmætt sem ætti að okkar mati að meta eftir því,“ segir hún. Annað atriði sem Katrín nefnir er vaktafyrirkomulag sem hún segir afar krefjandi. „Það felur í sér margar bakvaktir og mikið álag sem þýðir að fólk er alltaf að vinna. Við viljum bara 40 stunda vinnuviku eins og aðrir án þess botninn detti úr okkar launum.“ Katrín segist vera bjartsýn um að fundurinn í dag skili nokkrum árangri, þrátt fyrir að málið snúi fyrst og fremst að fjármálaráðuneytinu. „Ef menn fara að skoða málið ættu þeir að sjá að við höfum ýmislegt til okkar máls.“Kristján Þór JúlíussonRáðherra segir í samtali við Fréttablaðið að hann hyggist hitta geislafræðinga og fulltrúa Landspítalans í dag til að glöggva sig á stöðu mála. Hann segist ekki vilja gefa sér að allt fari á versta veg. „Ég bind vonir við að aðilar málsins nái saman. Ég held að það sé öllum fyrir bestu,“ segir hann. „Mín nálgun á þetta mál er að hvetja aðila máls til að leggja sig fram um að ná lendingu og ég er tilbúinn til að leggja þeim lið við það, en fyrst og fremst er þetta útfærsla á stofnanasamningi milli starfsmanna og stjórnenda á Landspítalanum.“ Ekki hefur verið boðað til fleiri funda í deilunni milli geislafræðinga og Landspítalans. Tveir fundir voru haldnir í síðustu viku, en lítið þokaðist í samkomulagsátt. Tvær stéttir hafa þegar fengið hækkun Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga segir að kröfur geislafræðinga miði ekki við aðrar stéttir. Þó má nefna að Landspítalinn hefur á síðustu mánuðum samið um nýja stofnanasamninga við hjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga. Þar fengu félagsmenn hækkun upp á einn til tvo launaflokka sem jafngildir fimm til tíu prósenta launahækkun.Í úttekt fjármálaráðuneytisins frá því fyrr á þessu ári kemur í ljós að meðaltal dagvinnulauna geislafræðinga var um 350.000 í marsmánuði og meðaltal heildarlauna með yfirvinnu og vaktaálagi var 550.000.Á sama tíma var meðaltal dagvinnulauna hjá hjúkrunarfræðingum um 413.000 og meðaltal heildarlauna var um 586.000.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira