Borgarar EES-ríkja þurfa nú ekki að sækja um heimild til fasteignakaupa Jóhannes Stefánsson skrifar 25. júlí 2013 21:29 Útlendingum eru nú ekki eins þröngar skorður settar vilji þeir kaupa fasteign í miðborg Reykjavíkur eða annars staðar á landinu. Fréttablaðið/GVA Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í dag að reglugerð um eignar- og afnotarétt útlendinga hér á landi yrði felld úr gildi. Reglugerðin var sett í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og tók gildi 17. apríl síðastliðinn. Hún fól í sér að ríkisborgarar landa á EES-svæðinu þurftu að sækja um heimild til ráðherra til að mega kaupa fasteign hér á landi. „Ég tel að sú reglugerð sem tók gildi í apríl síðastliðnum samræmist ekki þeim réttindum og skyldum sem við erum aðilar að í gegnum EES-samninginn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Hanna Birna KristjánsdóttirReglugerðin á gráu svæði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði dregið lögmæti reglugerðarinnar í efa og óskað eftir formlegum rökstuðningi á því hvernig hún samræmdist ákvæðum EES-samningsins. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES-landa,“ segir Hanna Birna.Ögmundur JónassonSýna linkind í málinu Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýnir vinnubrögð Hönnu Birnu í málinu. „Sannast sagna kemur þetta mér mjög á óvart, ekki vegna þess að ég undrist að núverandi innanríkisráðherra sé þessarar skoðunar heldur vegna þess hvernig að þessu er staðið,“ segir Ögmundur. „Venjan er að kynna reglugerðir. Núna er okkur sagt frá því í kvöldfréttum að þetta sé orðið að veruleika án nokkurrar kynningar,“ bætir hann við. Ögmundur segir takmarkanir á möguleikum útlendinga til að eignast fasteignir hér á landi hafa verið framfaraskref. „Ég er andvígur þessari breytingu, sem ég tel viðsnúning frá mjög jákvæðu skrefi sem þarna var stigið af minni hálfu og fyrrverandi ríkisstjórnar,“ segir Ögmundur. Þá telur hann núverandi ríkisstjórn sýna mikla linkind í málinu með því að fella reglugerðina úr gildi vegna athugasemda ESA án þess að láta reyna á lögmæti hennar. „Þá hefði ég nú haldið að það hefði verið rétt að huga að okkar hagsmunum og láta steyta á þessu og láta á það reyna, í stað þess að lyppast niður við fyrsta andbyr,“ segir Ögmundur Jónasson. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í dag að reglugerð um eignar- og afnotarétt útlendinga hér á landi yrði felld úr gildi. Reglugerðin var sett í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og tók gildi 17. apríl síðastliðinn. Hún fól í sér að ríkisborgarar landa á EES-svæðinu þurftu að sækja um heimild til ráðherra til að mega kaupa fasteign hér á landi. „Ég tel að sú reglugerð sem tók gildi í apríl síðastliðnum samræmist ekki þeim réttindum og skyldum sem við erum aðilar að í gegnum EES-samninginn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Hanna Birna KristjánsdóttirReglugerðin á gráu svæði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði dregið lögmæti reglugerðarinnar í efa og óskað eftir formlegum rökstuðningi á því hvernig hún samræmdist ákvæðum EES-samningsins. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES-landa,“ segir Hanna Birna.Ögmundur JónassonSýna linkind í málinu Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýnir vinnubrögð Hönnu Birnu í málinu. „Sannast sagna kemur þetta mér mjög á óvart, ekki vegna þess að ég undrist að núverandi innanríkisráðherra sé þessarar skoðunar heldur vegna þess hvernig að þessu er staðið,“ segir Ögmundur. „Venjan er að kynna reglugerðir. Núna er okkur sagt frá því í kvöldfréttum að þetta sé orðið að veruleika án nokkurrar kynningar,“ bætir hann við. Ögmundur segir takmarkanir á möguleikum útlendinga til að eignast fasteignir hér á landi hafa verið framfaraskref. „Ég er andvígur þessari breytingu, sem ég tel viðsnúning frá mjög jákvæðu skrefi sem þarna var stigið af minni hálfu og fyrrverandi ríkisstjórnar,“ segir Ögmundur. Þá telur hann núverandi ríkisstjórn sýna mikla linkind í málinu með því að fella reglugerðina úr gildi vegna athugasemda ESA án þess að láta reyna á lögmæti hennar. „Þá hefði ég nú haldið að það hefði verið rétt að huga að okkar hagsmunum og láta steyta á þessu og láta á það reyna, í stað þess að lyppast niður við fyrsta andbyr,“ segir Ögmundur Jónasson.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira