Borgarar EES-ríkja þurfa nú ekki að sækja um heimild til fasteignakaupa Jóhannes Stefánsson skrifar 25. júlí 2013 21:29 Útlendingum eru nú ekki eins þröngar skorður settar vilji þeir kaupa fasteign í miðborg Reykjavíkur eða annars staðar á landinu. Fréttablaðið/GVA Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í dag að reglugerð um eignar- og afnotarétt útlendinga hér á landi yrði felld úr gildi. Reglugerðin var sett í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og tók gildi 17. apríl síðastliðinn. Hún fól í sér að ríkisborgarar landa á EES-svæðinu þurftu að sækja um heimild til ráðherra til að mega kaupa fasteign hér á landi. „Ég tel að sú reglugerð sem tók gildi í apríl síðastliðnum samræmist ekki þeim réttindum og skyldum sem við erum aðilar að í gegnum EES-samninginn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Hanna Birna KristjánsdóttirReglugerðin á gráu svæði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði dregið lögmæti reglugerðarinnar í efa og óskað eftir formlegum rökstuðningi á því hvernig hún samræmdist ákvæðum EES-samningsins. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES-landa,“ segir Hanna Birna.Ögmundur JónassonSýna linkind í málinu Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýnir vinnubrögð Hönnu Birnu í málinu. „Sannast sagna kemur þetta mér mjög á óvart, ekki vegna þess að ég undrist að núverandi innanríkisráðherra sé þessarar skoðunar heldur vegna þess hvernig að þessu er staðið,“ segir Ögmundur. „Venjan er að kynna reglugerðir. Núna er okkur sagt frá því í kvöldfréttum að þetta sé orðið að veruleika án nokkurrar kynningar,“ bætir hann við. Ögmundur segir takmarkanir á möguleikum útlendinga til að eignast fasteignir hér á landi hafa verið framfaraskref. „Ég er andvígur þessari breytingu, sem ég tel viðsnúning frá mjög jákvæðu skrefi sem þarna var stigið af minni hálfu og fyrrverandi ríkisstjórnar,“ segir Ögmundur. Þá telur hann núverandi ríkisstjórn sýna mikla linkind í málinu með því að fella reglugerðina úr gildi vegna athugasemda ESA án þess að láta reyna á lögmæti hennar. „Þá hefði ég nú haldið að það hefði verið rétt að huga að okkar hagsmunum og láta steyta á þessu og láta á það reyna, í stað þess að lyppast niður við fyrsta andbyr,“ segir Ögmundur Jónasson. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í dag að reglugerð um eignar- og afnotarétt útlendinga hér á landi yrði felld úr gildi. Reglugerðin var sett í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og tók gildi 17. apríl síðastliðinn. Hún fól í sér að ríkisborgarar landa á EES-svæðinu þurftu að sækja um heimild til ráðherra til að mega kaupa fasteign hér á landi. „Ég tel að sú reglugerð sem tók gildi í apríl síðastliðnum samræmist ekki þeim réttindum og skyldum sem við erum aðilar að í gegnum EES-samninginn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Hanna Birna KristjánsdóttirReglugerðin á gráu svæði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði dregið lögmæti reglugerðarinnar í efa og óskað eftir formlegum rökstuðningi á því hvernig hún samræmdist ákvæðum EES-samningsins. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES-landa,“ segir Hanna Birna.Ögmundur JónassonSýna linkind í málinu Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýnir vinnubrögð Hönnu Birnu í málinu. „Sannast sagna kemur þetta mér mjög á óvart, ekki vegna þess að ég undrist að núverandi innanríkisráðherra sé þessarar skoðunar heldur vegna þess hvernig að þessu er staðið,“ segir Ögmundur. „Venjan er að kynna reglugerðir. Núna er okkur sagt frá því í kvöldfréttum að þetta sé orðið að veruleika án nokkurrar kynningar,“ bætir hann við. Ögmundur segir takmarkanir á möguleikum útlendinga til að eignast fasteignir hér á landi hafa verið framfaraskref. „Ég er andvígur þessari breytingu, sem ég tel viðsnúning frá mjög jákvæðu skrefi sem þarna var stigið af minni hálfu og fyrrverandi ríkisstjórnar,“ segir Ögmundur. Þá telur hann núverandi ríkisstjórn sýna mikla linkind í málinu með því að fella reglugerðina úr gildi vegna athugasemda ESA án þess að láta reyna á lögmæti hennar. „Þá hefði ég nú haldið að það hefði verið rétt að huga að okkar hagsmunum og láta steyta á þessu og láta á það reyna, í stað þess að lyppast niður við fyrsta andbyr,“ segir Ögmundur Jónasson.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira