Ísland á Evrópumet í klamydíu Jóhannes Stefánsson skrifar 24. júlí 2013 06:45 Klamydía er algengur kynsjúkdómur á Íslandi og er meðal annars meðhöndlaður á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttablaðið/Anton „Staða kynsjúkdóma á Íslandi í dag er skelfileg,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Árið 2012 voru 1.893 klamydíusmit greind á Íslandi en fleiri smit hafa greinst nú en á sama tíma í fyrra. Baldur hefur áhyggjur af því að margar stúlkur séu sýktar án þess að vita af því. „Það er hópur af ungum stúlkum, allt að 5 prósent á aldrinum 18 til 25 ára, sem er með króníska klamydíu án þess að vita af því. Við erum með flestar klamydíugreiningar miðað við fólksfjölda í Evrópu,“ segir Baldur. „Það er alveg hægt að gera grín að þessu en þetta leiðir til gríðarlegrar óhamingju þegar stúlkurnar eiga síðan í miklum erfiðleikum með að eignast börn,“ bætir hann við. Baldur segir ungt fólk oft ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það getur verið að fá kynsjúkdóm og kennir stjórnvöldum um að hafa dregið lappirnar við forvarnir í málaflokknum. Kynhegðun ungs fólks er óábyrg að því leyti að ungt fólk veigrar sér við að nota smokk. Baldur segir stöðuna ekki eins alvarlega þegar kemur að öðrum kynsjúkdómum, enda séu einkenni þeirra yfirleitt meira áberandi og því hægt að meðhöndla þá fyrr. Baldur segir þó að taka beri mælingum með fyrirvara og þótt á Íslandi sé hæsta hlutfall klamydíusmita miðað við höfðatölu megi það líka þakka því að eftirlit með smitum sé gott hér í samanburði við önnur lönd. Undir þetta tekur Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni. „Ég efast stórlega um að við séum Evrópumeistarar í klamydíusmitum í raun, þó að við séum með svona margar greiningar,“ segir hún. Guðrún segir rannsóknir í málaflokknum erfiðar, bæði vegna kostnaðar og siðferðislegra álitamála.Íslendingar taka áhættu í kynlífinu Í rannsókn sem Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur gerði á árunum 2004 til 2005 kemur fram að fimmta hver kona sem fædd er eftir 1973 hefur greinst með kynfæravörtur. Þróunin sé sú að íslensk ungmenni eigi æ fleiri rekkjunauta. „Áhættukynhegðun íslenskra ungmenna í kynlífi er alltaf að færast í aukana. Það segir sig sjálft að eftir því sem þú sefur hjá fleirum aukast líkurnar á að þú lendir á einhverjum með kynsjúkdóm,“ segir Laufey. Í rannsókn Laufeyjar kemur fram breyting á kynhegðun ungra kvenna. Ungar íslenskar konur sofa nú hjá fleirum en stöllur þeirra á hinum Norðurlöndunum og fyrir vikið er tíðni klamydíusmita og kynfæravörtusmita hærri hér en þar. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
„Staða kynsjúkdóma á Íslandi í dag er skelfileg,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Árið 2012 voru 1.893 klamydíusmit greind á Íslandi en fleiri smit hafa greinst nú en á sama tíma í fyrra. Baldur hefur áhyggjur af því að margar stúlkur séu sýktar án þess að vita af því. „Það er hópur af ungum stúlkum, allt að 5 prósent á aldrinum 18 til 25 ára, sem er með króníska klamydíu án þess að vita af því. Við erum með flestar klamydíugreiningar miðað við fólksfjölda í Evrópu,“ segir Baldur. „Það er alveg hægt að gera grín að þessu en þetta leiðir til gríðarlegrar óhamingju þegar stúlkurnar eiga síðan í miklum erfiðleikum með að eignast börn,“ bætir hann við. Baldur segir ungt fólk oft ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það getur verið að fá kynsjúkdóm og kennir stjórnvöldum um að hafa dregið lappirnar við forvarnir í málaflokknum. Kynhegðun ungs fólks er óábyrg að því leyti að ungt fólk veigrar sér við að nota smokk. Baldur segir stöðuna ekki eins alvarlega þegar kemur að öðrum kynsjúkdómum, enda séu einkenni þeirra yfirleitt meira áberandi og því hægt að meðhöndla þá fyrr. Baldur segir þó að taka beri mælingum með fyrirvara og þótt á Íslandi sé hæsta hlutfall klamydíusmita miðað við höfðatölu megi það líka þakka því að eftirlit með smitum sé gott hér í samanburði við önnur lönd. Undir þetta tekur Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni. „Ég efast stórlega um að við séum Evrópumeistarar í klamydíusmitum í raun, þó að við séum með svona margar greiningar,“ segir hún. Guðrún segir rannsóknir í málaflokknum erfiðar, bæði vegna kostnaðar og siðferðislegra álitamála.Íslendingar taka áhættu í kynlífinu Í rannsókn sem Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur gerði á árunum 2004 til 2005 kemur fram að fimmta hver kona sem fædd er eftir 1973 hefur greinst með kynfæravörtur. Þróunin sé sú að íslensk ungmenni eigi æ fleiri rekkjunauta. „Áhættukynhegðun íslenskra ungmenna í kynlífi er alltaf að færast í aukana. Það segir sig sjálft að eftir því sem þú sefur hjá fleirum aukast líkurnar á að þú lendir á einhverjum með kynsjúkdóm,“ segir Laufey. Í rannsókn Laufeyjar kemur fram breyting á kynhegðun ungra kvenna. Ungar íslenskar konur sofa nú hjá fleirum en stöllur þeirra á hinum Norðurlöndunum og fyrir vikið er tíðni klamydíusmita og kynfæravörtusmita hærri hér en þar.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira