Ísland á Evrópumet í klamydíu Jóhannes Stefánsson skrifar 24. júlí 2013 06:45 Klamydía er algengur kynsjúkdómur á Íslandi og er meðal annars meðhöndlaður á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttablaðið/Anton „Staða kynsjúkdóma á Íslandi í dag er skelfileg,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Árið 2012 voru 1.893 klamydíusmit greind á Íslandi en fleiri smit hafa greinst nú en á sama tíma í fyrra. Baldur hefur áhyggjur af því að margar stúlkur séu sýktar án þess að vita af því. „Það er hópur af ungum stúlkum, allt að 5 prósent á aldrinum 18 til 25 ára, sem er með króníska klamydíu án þess að vita af því. Við erum með flestar klamydíugreiningar miðað við fólksfjölda í Evrópu,“ segir Baldur. „Það er alveg hægt að gera grín að þessu en þetta leiðir til gríðarlegrar óhamingju þegar stúlkurnar eiga síðan í miklum erfiðleikum með að eignast börn,“ bætir hann við. Baldur segir ungt fólk oft ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það getur verið að fá kynsjúkdóm og kennir stjórnvöldum um að hafa dregið lappirnar við forvarnir í málaflokknum. Kynhegðun ungs fólks er óábyrg að því leyti að ungt fólk veigrar sér við að nota smokk. Baldur segir stöðuna ekki eins alvarlega þegar kemur að öðrum kynsjúkdómum, enda séu einkenni þeirra yfirleitt meira áberandi og því hægt að meðhöndla þá fyrr. Baldur segir þó að taka beri mælingum með fyrirvara og þótt á Íslandi sé hæsta hlutfall klamydíusmita miðað við höfðatölu megi það líka þakka því að eftirlit með smitum sé gott hér í samanburði við önnur lönd. Undir þetta tekur Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni. „Ég efast stórlega um að við séum Evrópumeistarar í klamydíusmitum í raun, þó að við séum með svona margar greiningar,“ segir hún. Guðrún segir rannsóknir í málaflokknum erfiðar, bæði vegna kostnaðar og siðferðislegra álitamála.Íslendingar taka áhættu í kynlífinu Í rannsókn sem Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur gerði á árunum 2004 til 2005 kemur fram að fimmta hver kona sem fædd er eftir 1973 hefur greinst með kynfæravörtur. Þróunin sé sú að íslensk ungmenni eigi æ fleiri rekkjunauta. „Áhættukynhegðun íslenskra ungmenna í kynlífi er alltaf að færast í aukana. Það segir sig sjálft að eftir því sem þú sefur hjá fleirum aukast líkurnar á að þú lendir á einhverjum með kynsjúkdóm,“ segir Laufey. Í rannsókn Laufeyjar kemur fram breyting á kynhegðun ungra kvenna. Ungar íslenskar konur sofa nú hjá fleirum en stöllur þeirra á hinum Norðurlöndunum og fyrir vikið er tíðni klamydíusmita og kynfæravörtusmita hærri hér en þar. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Staða kynsjúkdóma á Íslandi í dag er skelfileg,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Árið 2012 voru 1.893 klamydíusmit greind á Íslandi en fleiri smit hafa greinst nú en á sama tíma í fyrra. Baldur hefur áhyggjur af því að margar stúlkur séu sýktar án þess að vita af því. „Það er hópur af ungum stúlkum, allt að 5 prósent á aldrinum 18 til 25 ára, sem er með króníska klamydíu án þess að vita af því. Við erum með flestar klamydíugreiningar miðað við fólksfjölda í Evrópu,“ segir Baldur. „Það er alveg hægt að gera grín að þessu en þetta leiðir til gríðarlegrar óhamingju þegar stúlkurnar eiga síðan í miklum erfiðleikum með að eignast börn,“ bætir hann við. Baldur segir ungt fólk oft ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það getur verið að fá kynsjúkdóm og kennir stjórnvöldum um að hafa dregið lappirnar við forvarnir í málaflokknum. Kynhegðun ungs fólks er óábyrg að því leyti að ungt fólk veigrar sér við að nota smokk. Baldur segir stöðuna ekki eins alvarlega þegar kemur að öðrum kynsjúkdómum, enda séu einkenni þeirra yfirleitt meira áberandi og því hægt að meðhöndla þá fyrr. Baldur segir þó að taka beri mælingum með fyrirvara og þótt á Íslandi sé hæsta hlutfall klamydíusmita miðað við höfðatölu megi það líka þakka því að eftirlit með smitum sé gott hér í samanburði við önnur lönd. Undir þetta tekur Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni. „Ég efast stórlega um að við séum Evrópumeistarar í klamydíusmitum í raun, þó að við séum með svona margar greiningar,“ segir hún. Guðrún segir rannsóknir í málaflokknum erfiðar, bæði vegna kostnaðar og siðferðislegra álitamála.Íslendingar taka áhættu í kynlífinu Í rannsókn sem Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur gerði á árunum 2004 til 2005 kemur fram að fimmta hver kona sem fædd er eftir 1973 hefur greinst með kynfæravörtur. Þróunin sé sú að íslensk ungmenni eigi æ fleiri rekkjunauta. „Áhættukynhegðun íslenskra ungmenna í kynlífi er alltaf að færast í aukana. Það segir sig sjálft að eftir því sem þú sefur hjá fleirum aukast líkurnar á að þú lendir á einhverjum með kynsjúkdóm,“ segir Laufey. Í rannsókn Laufeyjar kemur fram breyting á kynhegðun ungra kvenna. Ungar íslenskar konur sofa nú hjá fleirum en stöllur þeirra á hinum Norðurlöndunum og fyrir vikið er tíðni klamydíusmita og kynfæravörtusmita hærri hér en þar.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira