Konur klisjulegar í íslenskum bíómyndum Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. júní 2013 00:15 Ég horfði mikið á endurtekin þemu og framan af voru konur skraut í kvikmyndum," segir Helga Þórey Jónsdóttir. Fréttablaðið/Valli Helga Þórey Jónsdóttir er MA-nemi við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar hlaut hún styrk til þess að rannsaka líkamlega og félagslega framsetningu kynjanna í íslenskum kvikmyndum frá 1980 til aldamóta. „Ég ákvað að afmarka rannsóknina með þessum tímaramma vegna þess að um 1980 eru íslenskar kvikmyndir að verða til og menningin í kringum þær. Tímabilið sem er þarna á undan er dálítið sér, myndir að koma út hér og þar. Næst langar mig svo að taka söguna út frá aldamótum til dagsins í dag,“ segir Helga Þórey. „Það er vert að taka það fram að þetta er ekki félagsvísindaleg rannsókn. Við tókum saman gögn og skoðum dálítið kreditlista út frá hlutfalli kvenna og staðsetningu á kreditlistum. Þær voru örsjaldan númer eitt á listunum, en eitt dæmi um slíka kvikmynd er Stella í orlofi,“ segir Helga jafnframt. Hún bætir við að á tímabilinu sem rætt er um hafi konur í kvikmyndagerð farið frá því að vera nánast engar, yfir í að vera nokkrar. „Svo er dálítið annað tímabil sem kemur um og eftir aldamótin, undir lok tíunda áratugarins. Við verðum alþjóðlegri og viðfangsefnin aðeins önnur og öðruvísi,“ bætir Helga við.Sjaldan í aðalhlutverki „Þetta var svona hugvísindaleg greining. Ég horfði mikið á endurtekin þemu og framan af voru konur skraut í kvikmyndum. Þar má nefna sem dæmi dóttur frystihússtjórans í Nýju lífi (1983) í leikstjórn Þráins Bertelssonar – þar er eitt atriði sem er mér sérstaklega minnisstætt, þar sem dóttirin gengur á undan tveimur karlkyns aðalpersónum til þess að sýna þeim inn á verbúðina. Föt stúlkunnar hverfa smátt og smátt og í lokin sér maður allsberan rass,“ segir Helga kímin. „Þetta er dálítið augljós hlutgerving kvenlíkamans,“ útskýrir hún. „Þetta er það sem kom mér mest á óvart, þessi augljósa hlutgerving. Það eru eiginlega alltaf brjóst! Þannig er verið að setja okkur inn í augnaráð karlsins og við erum með í því að glápa á þessar konur,“ segir Helga. „Þær konur sem koma fyrir í myndunum eru gjarnan klisjulegar. Þær eru sjaldan í aðalhlutverki en frekar aðalkarlpersónum til stuðnings, oft sem ömmur, mömmur, viðföng og þar fram eftir götunum,“ segir Helga.Með allt á hreinu skemmtilega krítísk „Svo eru kvikmyndir eins og Með allt á hreinu (1982), í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar, en hún er mjög áhugaverð og skemmtilega krítísk á þetta hefðbundna kynjadót. Gærurnar, með Röggu Gísla í broddi fylkingar, brjóta sig frá Stuðmönnum. Þær vilja ekki vera í bakröddum heldur semja sjálfar og fara á tónleikaferðalög. Þær eru framúrstefnulegar og töff – með allan orðaforðann – á meðan strákarnir eru ekki jafn töff í dansbandinu sínu,“ bætir Helga við og segir margt í þessu. Tilgangur verkefnisins er að setja saman fræðigreinasafn um birtingarmyndir kvenna í íslenskum kvikmyndum. Lítið efni er þegar til um íslenska kvikmyndasögu almennt og hefur Helga trú á því að íslensk kvikmyndasaga verði rituð frekar með fræðilegum hætti í náinni framtíð. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Helga Þórey Jónsdóttir er MA-nemi við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar hlaut hún styrk til þess að rannsaka líkamlega og félagslega framsetningu kynjanna í íslenskum kvikmyndum frá 1980 til aldamóta. „Ég ákvað að afmarka rannsóknina með þessum tímaramma vegna þess að um 1980 eru íslenskar kvikmyndir að verða til og menningin í kringum þær. Tímabilið sem er þarna á undan er dálítið sér, myndir að koma út hér og þar. Næst langar mig svo að taka söguna út frá aldamótum til dagsins í dag,“ segir Helga Þórey. „Það er vert að taka það fram að þetta er ekki félagsvísindaleg rannsókn. Við tókum saman gögn og skoðum dálítið kreditlista út frá hlutfalli kvenna og staðsetningu á kreditlistum. Þær voru örsjaldan númer eitt á listunum, en eitt dæmi um slíka kvikmynd er Stella í orlofi,“ segir Helga jafnframt. Hún bætir við að á tímabilinu sem rætt er um hafi konur í kvikmyndagerð farið frá því að vera nánast engar, yfir í að vera nokkrar. „Svo er dálítið annað tímabil sem kemur um og eftir aldamótin, undir lok tíunda áratugarins. Við verðum alþjóðlegri og viðfangsefnin aðeins önnur og öðruvísi,“ bætir Helga við.Sjaldan í aðalhlutverki „Þetta var svona hugvísindaleg greining. Ég horfði mikið á endurtekin þemu og framan af voru konur skraut í kvikmyndum. Þar má nefna sem dæmi dóttur frystihússtjórans í Nýju lífi (1983) í leikstjórn Þráins Bertelssonar – þar er eitt atriði sem er mér sérstaklega minnisstætt, þar sem dóttirin gengur á undan tveimur karlkyns aðalpersónum til þess að sýna þeim inn á verbúðina. Föt stúlkunnar hverfa smátt og smátt og í lokin sér maður allsberan rass,“ segir Helga kímin. „Þetta er dálítið augljós hlutgerving kvenlíkamans,“ útskýrir hún. „Þetta er það sem kom mér mest á óvart, þessi augljósa hlutgerving. Það eru eiginlega alltaf brjóst! Þannig er verið að setja okkur inn í augnaráð karlsins og við erum með í því að glápa á þessar konur,“ segir Helga. „Þær konur sem koma fyrir í myndunum eru gjarnan klisjulegar. Þær eru sjaldan í aðalhlutverki en frekar aðalkarlpersónum til stuðnings, oft sem ömmur, mömmur, viðföng og þar fram eftir götunum,“ segir Helga.Með allt á hreinu skemmtilega krítísk „Svo eru kvikmyndir eins og Með allt á hreinu (1982), í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar, en hún er mjög áhugaverð og skemmtilega krítísk á þetta hefðbundna kynjadót. Gærurnar, með Röggu Gísla í broddi fylkingar, brjóta sig frá Stuðmönnum. Þær vilja ekki vera í bakröddum heldur semja sjálfar og fara á tónleikaferðalög. Þær eru framúrstefnulegar og töff – með allan orðaforðann – á meðan strákarnir eru ekki jafn töff í dansbandinu sínu,“ bætir Helga við og segir margt í þessu. Tilgangur verkefnisins er að setja saman fræðigreinasafn um birtingarmyndir kvenna í íslenskum kvikmyndum. Lítið efni er þegar til um íslenska kvikmyndasögu almennt og hefur Helga trú á því að íslensk kvikmyndasaga verði rituð frekar með fræðilegum hætti í náinni framtíð.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira