Bíógestum skotið skelk í bringu 26. júní 2013 22:00 Hrollvekjan The Purge verður frumsýnd annað kvöld. Ethan Hawke fer með aðalhlutverk myndarinnar sem leikstýrt er af James DeMonaco. Með önnur hlutverk fara Lena Headey, Rhys Wakefield, Chris Mulkey, Edwin Hodge, Max Burkholder og Adelaide Kane. Myndin gerist árið 2022 og Bandaríkjastjórn hefur tekið upp á þeirri nýjung að leyfa hvers kyns glæpi í tólf klukkustundir ár hvert. Með þessu hefur stjórninni tekist að lækka glæpatíðni og atvinnuleysi í landinu. Þessa tilteknu nótt er löggæsla lögð niður með öllu og þeir sem ekki taka þátt í ofbeldinu þurfa að verja sig gegn því. Líkt og fyrri ár hefur Sandin-fjölskyldan falið sig inni í rammgerðu húsi sínu og bíður þess að nóttin taki enda. Þegar ókunnugur maður óskar eftir aðstoð fjölskyldunnar upphefst æsispennandi barátta upp á líf og dauða. Kvikmyndin þykir afskaplega taugatrekkjandi en gagnrýnendur hafa þó ekki farið fögrum orðum um hana. Í Bíói Paradís verða ýmsar kvikmyndaperlur til sýningar í sumar og verður hrollvekjan The Evil Dead verður sýnd á laugardag klukkan 22. Myndin er frá árinu 1981 og er í leikstjórn Sam Raimi. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hrollvekjan The Purge verður frumsýnd annað kvöld. Ethan Hawke fer með aðalhlutverk myndarinnar sem leikstýrt er af James DeMonaco. Með önnur hlutverk fara Lena Headey, Rhys Wakefield, Chris Mulkey, Edwin Hodge, Max Burkholder og Adelaide Kane. Myndin gerist árið 2022 og Bandaríkjastjórn hefur tekið upp á þeirri nýjung að leyfa hvers kyns glæpi í tólf klukkustundir ár hvert. Með þessu hefur stjórninni tekist að lækka glæpatíðni og atvinnuleysi í landinu. Þessa tilteknu nótt er löggæsla lögð niður með öllu og þeir sem ekki taka þátt í ofbeldinu þurfa að verja sig gegn því. Líkt og fyrri ár hefur Sandin-fjölskyldan falið sig inni í rammgerðu húsi sínu og bíður þess að nóttin taki enda. Þegar ókunnugur maður óskar eftir aðstoð fjölskyldunnar upphefst æsispennandi barátta upp á líf og dauða. Kvikmyndin þykir afskaplega taugatrekkjandi en gagnrýnendur hafa þó ekki farið fögrum orðum um hana. Í Bíói Paradís verða ýmsar kvikmyndaperlur til sýningar í sumar og verður hrollvekjan The Evil Dead verður sýnd á laugardag klukkan 22. Myndin er frá árinu 1981 og er í leikstjórn Sam Raimi.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira