Bynes tapar glórunni á Twitter 30. maí 2013 07:00 Hvort Amanda Bynes sé að nota fíkniefni eða bara einfaldlega búin að missa vitið er ekki vitað, en það hlýtur að vera annaðhvort. Hún yrði sannarlega ekki fyrsta unga stjarnan til að tapa glórunni ef það er það sem er að gerast fyrir leikkonuna Amöndu Bynes, sem hefur farið hamförum á samskiptasíðunni Twitter undanfarna daga og þar ráðist harkalega á söngkonuna Rihönnu, rokkarann Courtney Love og nú síðast fyrirsætuna Chrissy Teigen. Leikkonan er 27 ára gömul og hefur verið í sviðsljósinu frá 13 ára aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum She‘s the Man og Hairspray en hefur ekki tekið að sér nein verkefni frá því hún lagði leiklistina á hilluna, og hætti svo við, árið 2010. Nú síðustu mánuði hefur hún þó verið töluvert til umfjöllunar vegna misjafnra uppátækja sinna. Síðastliðinn fimmtudag var hún handtekin og sökuð um vörslu á fíkniefnum og hefur síðan þá látið öllum illum látum á Twitter. Á milli þess sem hún reynir að sannfæra fylgjendur sína um að hún sé saklaus af öllum ásökunum, meðal annars þeim að hún eigi við geðræn vandamál eða fíkniefnavanda að stríða, ver hún tíma sínum í að rakka niður aðrar stjörnur.Fórnarlömb maímánaðar Bynes hefur farið hamförum á Twitter allan mánuðinn. Hér eru nokkur dæmi um tíst sem hún hefur sent út á fræga einstaklinga en það er engin glóra í sumum þeirra. Flestum tístunum hefur nú verið eytt út af síðu leikkonunnar. Jenny McCarthy, 1. maí „Þarfnast ég hjálpar? Hvað ertu að tala um? Ert þú ekki 50 ára gömul? Ég er 27 ára og þú lítur út fyrir að vera áttræð í samanburði við mig. Af hverju ertu að tala um mig? Þú ert ljót! Lögreglan var ekki heima hjá mér, gamla kona! Haltu kjafti!“ Rihanna 26. maí „Ólíkt ljótu þér þá nota ég ekki eiturlyf! Þú þarft á íhlutun að halda sjálf, hundurinn þinn! Ég hef séð ljóta andlitið á þér í eigin persónu! Þú ert ekkert falleg, veistu það! Chris Brown barði þig af því að þú ert ekki nógu falleg. Enginn vill vera elskhugi þinn svo þú hringir í alla og mæður þeirra.“ Courtney Love, 28. maí „Courtney Love er ljótasta kona sem ég hef séð. Að hún skuli yfir höfuð minnast á mig fær mig og alla vini mína til að springa úr hlátri!“ Chrissy Teigen, 29. maí „Þú ert ekki falleg fyrirsæta samanborið við mig. […] Til allrar lukku er ekki einn maður sem vill mig og vill þig líka og þú ert gömul og ljót fyrirsæta samanborið við mig. Þú lítur út fyrir að vera 45!“ Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Hún yrði sannarlega ekki fyrsta unga stjarnan til að tapa glórunni ef það er það sem er að gerast fyrir leikkonuna Amöndu Bynes, sem hefur farið hamförum á samskiptasíðunni Twitter undanfarna daga og þar ráðist harkalega á söngkonuna Rihönnu, rokkarann Courtney Love og nú síðast fyrirsætuna Chrissy Teigen. Leikkonan er 27 ára gömul og hefur verið í sviðsljósinu frá 13 ára aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum She‘s the Man og Hairspray en hefur ekki tekið að sér nein verkefni frá því hún lagði leiklistina á hilluna, og hætti svo við, árið 2010. Nú síðustu mánuði hefur hún þó verið töluvert til umfjöllunar vegna misjafnra uppátækja sinna. Síðastliðinn fimmtudag var hún handtekin og sökuð um vörslu á fíkniefnum og hefur síðan þá látið öllum illum látum á Twitter. Á milli þess sem hún reynir að sannfæra fylgjendur sína um að hún sé saklaus af öllum ásökunum, meðal annars þeim að hún eigi við geðræn vandamál eða fíkniefnavanda að stríða, ver hún tíma sínum í að rakka niður aðrar stjörnur.Fórnarlömb maímánaðar Bynes hefur farið hamförum á Twitter allan mánuðinn. Hér eru nokkur dæmi um tíst sem hún hefur sent út á fræga einstaklinga en það er engin glóra í sumum þeirra. Flestum tístunum hefur nú verið eytt út af síðu leikkonunnar. Jenny McCarthy, 1. maí „Þarfnast ég hjálpar? Hvað ertu að tala um? Ert þú ekki 50 ára gömul? Ég er 27 ára og þú lítur út fyrir að vera áttræð í samanburði við mig. Af hverju ertu að tala um mig? Þú ert ljót! Lögreglan var ekki heima hjá mér, gamla kona! Haltu kjafti!“ Rihanna 26. maí „Ólíkt ljótu þér þá nota ég ekki eiturlyf! Þú þarft á íhlutun að halda sjálf, hundurinn þinn! Ég hef séð ljóta andlitið á þér í eigin persónu! Þú ert ekkert falleg, veistu það! Chris Brown barði þig af því að þú ert ekki nógu falleg. Enginn vill vera elskhugi þinn svo þú hringir í alla og mæður þeirra.“ Courtney Love, 28. maí „Courtney Love er ljótasta kona sem ég hef séð. Að hún skuli yfir höfuð minnast á mig fær mig og alla vini mína til að springa úr hlátri!“ Chrissy Teigen, 29. maí „Þú ert ekki falleg fyrirsæta samanborið við mig. […] Til allrar lukku er ekki einn maður sem vill mig og vill þig líka og þú ert gömul og ljót fyrirsæta samanborið við mig. Þú lítur út fyrir að vera 45!“
Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira