Erlent

Sprengdu fornan bænaturn

Þorgils Jónsson skrifar
Stríðandi fylkingar í Sýrlandi kenna hvor annarri um að hafa sprengt og fellt sögufrægan bænaturn við Umayyad-moskuna í borginni Aleppo í gær.

Bænaturninn er frá tólftu öld og er hluti af gömlu borginni í Aleppo, sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

Þetta er í annað skipti á rúmri viku sem bænaturn er felldur í Sýrlandi, en áður hafði turn Omari-moskunnar í Daraa verið felldur. Sá var frá sjöundu öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×