Enski boltinn

Herra og frú Rooney á fæðingardeildina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty

Wayne Rooney missir af leik West Brom og Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Kona hans Coleen á von á öðru barni þeirra hjóna.

Ólíklegt er talið að Rooney hefði verið með United í dag hefði eiginkona hans ekki fengið hríðir í gærkvöldi. Rooney fór fram á sölu frá United á dögunum og var utan hóps gegn Swansea um síðustu helgi vegna þess.

Ljóst er að Wayne Rooney hefur leikið sinn síðasta leik undir stjórn Sir Alex Ferguson. Stuðningsmenn hinna rauðklæddu bíða þess nú að sjá hvernig David Moyes, nýr knattspyrnustjóri United, mun taka á máli enska landsliðsframherjans.


Tengdar fréttir

Ferguson: Rooney er vandamál Moyes

Sir Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af framtíð Wayne Rooney hjá Manchester United og ætlar ekki að láta það vera sitt síðasta verk hjá félaginu að skipta sér af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×